fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
433Sport

Eldfjótir framherjar Nígeríu byrja líklega gegn Íslandi

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. júní 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlar í Nígeríu gera því skóna að liðsuppstillingin gegn Íslandi verði önnur en hún var gegn Króatíu. Odion Oghalo, fyrrverandi framherji Watford, byrjaði í fremstu víglínu gegn Íslandi en talið er að hann verði á bekknum á föstudag.

Gernot Rohr, þjálfari nígeríska liðsins, er sagður ætla að byrja með tvo framherja gegn Íslandi, þá Ahmed Musa og Kalechi Iheanacho sem báðir eru samningsbundnirLeicester í ensku úrvalsdeildinni. Inheanacho, sem áður var á mála hjá Manchester City, hefur skorað 8 mörk í 19 landsleikjum. Hann skoraði 8 mörk í 28 leikjum með Leicester á liðnu tímabili á Englandi.

Musa er öllu reynslumeiri; hann hefur skorað 13 mörk í 73 landsleikjum en var lánaður frá Leicester til CSKA Moskvu í janúar eftir erfiðan tíma á Englandi.

Talið er að Victor Moses, leikmaður Chelsea, og Alex Iwobi, leikmaður Arsenal, verði áfram á vængjunum gegn Íslandi. Þá verða þeir John Obi Mikel, Wilfred Ndidi og Oghenekaro Etebo líklega áfram á miðri miðjunni. Etebo þessi er nýlega genginn í raðir Stoke en Ndidi spilar með Leicester og Obi Mikel í Kína eftir mörg góð ár hjá Chelsesa á Englandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vestri fær mikinn liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins

Vestri fær mikinn liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins