Fjölmiðlar í Nígeríu gera því skóna að liðsuppstillingin gegn Íslandi verði önnur en hún var gegn Króatíu. Odion Oghalo, fyrrverandi framherji Watford, byrjaði í fremstu víglínu gegn Íslandi en talið er að hann verði á bekknum á föstudag.
Gernot Rohr, þjálfari nígeríska liðsins, er sagður ætla að byrja með tvo framherja gegn Íslandi, þá Ahmed Musa og Kalechi Iheanacho sem báðir eru samningsbundnirLeicester í ensku úrvalsdeildinni. Inheanacho, sem áður var á mála hjá Manchester City, hefur skorað 8 mörk í 19 landsleikjum. Hann skoraði 8 mörk í 28 leikjum með Leicester á liðnu tímabili á Englandi.
Musa er öllu reynslumeiri; hann hefur skorað 13 mörk í 73 landsleikjum en var lánaður frá Leicester til CSKA Moskvu í janúar eftir erfiðan tíma á Englandi.
Talið er að Victor Moses, leikmaður Chelsea, og Alex Iwobi, leikmaður Arsenal, verði áfram á vængjunum gegn Íslandi. Þá verða þeir John Obi Mikel, Wilfred Ndidi og Oghenekaro Etebo líklega áfram á miðri miðjunni. Etebo þessi er nýlega genginn í raðir Stoke en Ndidi spilar með Leicester og Obi Mikel í Kína eftir mörg góð ár hjá Chelsesa á Englandi.