fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
433Sport

Birkir Már um Instagram-stjörnuna Rúrik Gíslason: „Það rignir ekki upp í nefið á neinum hérna“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. júní 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það eru alltaf sömu mennirnir sem eru með smá banter í liðinu. Hann fær alveg sinn skerf held ég frá mönnum,“ sagði Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður íslenska landsliðsins, um óvæntar vinsældir Rúriks Gíslasonar á Instagram.

Eins og alþjóð veit hafa nokkur hundruð þúsund manns bæst í fylgjendahóp Rúriks á Instagram eftir leikinn gegn Argentínu. Þegar þetta er skrifað eru fylgjendur hans rétt tæplega 500 þúsund en áður en að leiknum gegn Argentínu kom voru þeir um 30 þúsund. Þetta hefur að sjálfsögðu ekki farið framhjá strákunum okkar sem hafa nokkuð gaman af þessu.

Aðspurður hvernig Rúrik hafi tekið þessum óvæntu vinsældum sagði Birkir að hann væri jarðbundinn mjög eins og aðrir í hópnum.

„Það rignir ekki upp í nefið á neinum hérna. Hann er bara ánægður með þetta held ég og allir frekar sjokkeraðir á þessum fjölda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vestri fær mikinn liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins

Vestri fær mikinn liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins