fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
433Sport

Hitastigið gæti hjálpað Nígeríu – ,,Við verðum bara að taka á utanaðkomandi aðstæðum“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 19. júní 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Rússlandi:

Hitinn í Volgograd á föstudag, þar sem leikur Íslands og Nígeríu fer fram á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu, gæti náð allt að 34 gráðum. Þá eru líkur á að sólin muni láta sjá sig nær allan daginn.

Þá er skordýraplága að herja á borgina og mikið er af moskító í borginni.

Að því er fram kemur í frétt Mail Online þurfti Sky Sports að hætta við beina útsendingu fyrir utan hótel enska liðsins í borginni vegna moskítóflugna sem gerðu dagskrárgerðarmönnum lífið leitt. Þá kemur fram í fréttinni að skordýraeitri hafi verið úðað úr þyrlu á leikvanginn í Volgograd til að létta áhorfendum lífið í leik England og Túnis í gær. Þá hefur læknateymi enska liðsins keypt birgðir af efni sem á að halda flugunum frá fólki.

Ljóst má vera að steikjandi hiti er eitthvað sem leikmenn Nígeíu eru vanari en íslensku víkingarnir.

,,Ég held að það sé nokkuð ljóst að það er þeim í vil, það þýðir ekki að pæla í utanaðkomandi aðstæður. Við verðum bara að taka á því,“ sagði Kári Árnason leikmaður íslenska liðsins um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vestri fær mikinn liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins

Vestri fær mikinn liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins