fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Spáð steikjandi hita í Volgograd á föstudag – Skordýraplága herjar á borgina

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 18. júní 2018 12:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hitinn í Volgograd á föstudag, þar sem leikur Íslands og Nígeríu fer fram á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu, gæti náð allt að 34 gráðum. Þá eru líkur á að sólin muni láta sjá sig nær allan daginn.

Enska landsliðið undirbýr sig nú fyrir leikinn gegn Túnis í kvöld og samkvæmt bresku pressunni hefur mikill hiti og skordýraplága sett strik í reikninginn hjá stuðningsmönnum og öðrum í borginni. Hitinn í dag nær þó ekki 30 gráðum en búist er við enn meiri hlýindum þegar Ísland mætir Nígeríu. Leikur Íslands hefst klukkan 18 og verður hitinn vonandi búinn að lækka örlítið.

Að því er fram kemur í frétt Mail Online þurfti Sky Sports að hætta við beina útsendingu fyrir utan hótel enska liðsins í borginni vegna moskítóflugna sem gerðu dagskrárgerðarmönnum lífið leitt. Þá kemur fram í fréttinni að skordýraeitri hafi verið úðað úr þyrlu á leikvanginn í Volgograd til að létta áhorfendum lífið í kvöld. Þá hefur læknateymi enska liðsins keypt birgðir af efni sem á að halda flugunum frá fólki.

Kaveh Solhekol, dagskrárgerðarmaður hjá Sky Ports, setti færslu á Twitter í gærkvöldi þar sem hann sagðist hafa þurft að hætta við að fara í beina útsendingu vegna plágunnar. „Mikið vandamál hér,“ bætti hann við.

Moskítóflugur hafa verið á sveimi í borginni síðan í maí og hafa borgaryfirvöld reynt að stemma stigu við fjölda þeirra. Hafa þau meðal annars reynt að nota skordýraeitur en árangurinn virðist hafa látið á sér standa. Moskítóflugur eru áberandi á þessu svæði, meðal annars vegna nálægðarinnar við Volgu, lengstu á Evrópu, og þeirrar staðreyndar að Volgograd og nágrenni eru meðal heitustu staða Rússlands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hefja viðræður við Liverpool á ný

Hefja viðræður við Liverpool á ný
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ronaldo skælbrosandi er hann sneri aftur og faðmaði Jesus

Ronaldo skælbrosandi er hann sneri aftur og faðmaði Jesus
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“
433Sport
Í gær

Þráir ekkert meira en að snúa aftur til Englands

Þráir ekkert meira en að snúa aftur til Englands
433Sport
Í gær

Skýtur föstum skotum á Alonso – Hefði farið ef hann væri stjórinn í dag

Skýtur föstum skotum á Alonso – Hefði farið ef hann væri stjórinn í dag
433Sport
Í gær

Vilja leikmann Liverpool en bíða eftir að aðalmaðurinn verði seldur

Vilja leikmann Liverpool en bíða eftir að aðalmaðurinn verði seldur
433Sport
Í gær

Fyrrum undrabarnið líklega að snúa heim eftir misheppnaða dvöl erlendis

Fyrrum undrabarnið líklega að snúa heim eftir misheppnaða dvöl erlendis