fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
433Sport

Eiður Smári um synina þrjá: „Alveg sama hvort þeir verði fótboltamenn eða ekki, ég vil bara að þeir séu hamingjusamir“

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 18. júní 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen, einn besti knattspyrnumaður Íslandssögunnar, segir að hann voni svo sannarlega að synir hans þrír, Sveinn Aron, Andri Lucas og Daniel Tristan, verði allir betri en hann í fótbolta. Ef þeir ákveðið að gera eitthvað annað en spila fótbolta skipti það hann engu máli, svo lengi sem þeir séu hamingjusamir.

Þetta sagði Eiður í viðtali við The Sun fyrir leik Íslands og Argentínu um helgina. Synir Eiðs eru allir efnilegir knattspyrnumenn; Hinn tvítugi Sveinn Aron spilar með Breiðablik í Pepsi-deildinni, Andri Lucas (16 ára) er á mála hjá Espanyol og Daniel Tristan (12 ára) er hjá Barcelona.

Í viðtalinu segist Eiður gera nú það sama og faðir hans, Arnór Guðjohnsen gerði á sínum tíma; vera til staðar fyrir syni sína og kenna þeim og leiðbeina.

„Ég man að þegar ég spilaði þá var fyrsta símtalið alltaf til pabba þar sem við fórum yfir leikinn og hvernig hann horfði við okkur. Við töluðum um almenna hluti, frammistöðu mína og frammistöðu liðsins – stundum var talið jákvætt en stundum mjög neikvætt. Það var aldrei nein pressa frá honum, líklega vegna þess að hann lét mér alltaf líða eins og ég væri betri en hann, sem var kannski endilega alltaf satt.“

Eiður segir að þetta sé hluti af því að vera faðir og kveðst hann vona innilega að þeir verði miklu betri knattspyrnumenn en hann var. „Ég myndi gjarnan vilja að þeir næðu að toppa allt sem ég afrekaði á ferlinum – svo lengi sem þeir eru hamingjusamir.“

Eiður segir að föðurhlutverkið geti verið erfitt hvað þetta varðar. „Þegar maður horfir á börnin sín spila vill maður að þeim gangi svo vel. Þegar þú sérð þau fara í tæklingar þá kemur þessi eðlishvöt þar sem maður hugsar: „Ekki slasa þig!“ Maður vill ekki að neitt komi fyrir, maður vill bara að þau njóti velgengni og séu hamingjusöm.“ Eiður segir að það jákvæða sé þessi frábæra tilfinning þegar þau standa sig vel, skora mark, eiga
góðan leik eða vinna til verðlauna.

Eiður segir að það geti verið erfitt að hafa strákana í sitthvoru landinu; Spáni og Íslandi en það sé hluti af þroskaferlinu. „Þeir setja markið hátt og hafa gaman af fótbolta, njóta þess að spila hann,“ segir Eiður og bætir við að það yrði ánægjulegt ef strákarnir næðu enn lengra og héldu fjölskyldunafninu á lofti. „En mér gæti ekki verið meira sama hvort þeir verði fótboltamenn eða ekki, ég vil bara að þeir séu hamingjusamir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Spáin fyrir Lengjudeild karla: Keflavík spáð beint upp en talið að Afturelding fari aftur í umspilið

Spáin fyrir Lengjudeild karla: Keflavík spáð beint upp en talið að Afturelding fari aftur í umspilið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Spáin fyrir Lengjudeild kvenna: Aftureldingu spáð sigri – Talið að nýliðarnir fari niður

Spáin fyrir Lengjudeild kvenna: Aftureldingu spáð sigri – Talið að nýliðarnir fari niður
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þessir leikmenn Vals fengu sérstaklega á baukinn í gærkvöldi – „Fyrr má vera ef þú ert með milljón á mánuði, drullastu í gang“

Þessir leikmenn Vals fengu sérstaklega á baukinn í gærkvöldi – „Fyrr má vera ef þú ert með milljón á mánuði, drullastu í gang“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hollywood stjarnan agndofa í beinni útsendingu – Sjáðu hver birtist á skjánum

Hollywood stjarnan agndofa í beinni útsendingu – Sjáðu hver birtist á skjánum
433Sport
Í gær

Svona er tölfræði Mo Salah fyrir og eftir áramót

Svona er tölfræði Mo Salah fyrir og eftir áramót
433Sport
Í gær

Sjáðu hegðun markvarðar KR í gær – Ýtti öllum börnum í burtu sem urðu á vegi hans

Sjáðu hegðun markvarðar KR í gær – Ýtti öllum börnum í burtu sem urðu á vegi hans