fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Len Isleifsson gæti ekki verið stoltari: Skyldur 22 af 23 leikmönnum íslenska landsliðsins – sendir strákunum falleg skilaboð

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 18. júní 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Len Isleifsson er nafn sem eflaust hringir ekki mörgum bjöllum hjá Íslendingum en staðreyndin er sú að þarna er á ferðinni einn dyggasti stuðningsmaður íslenska landsliðsins sem nú keppir á heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Len þessi er kominn af Vestur-Íslendingum, búsettur í Manitoba í Kanada og honum er mjög umhugað um uppruna sinn. Hann og faðir hans lögðust í rannsóknarvinnu fyrir heimsmeistaramótið og komust að því að þeir eru skyldir eiginlega öllum leikmönnum íslenska landsliðsins. Einhverjir munu þá benda á að öll séum við skyld að einhverju leyti, en stundum þarf að fara nokkra ættliði aftur til að finna tenginguna.

Ekki tengdur Ólafi Inga

Í samtali við CBC í Kanada segist Len vera skyldur 22 af 23 leikmönnum og landsliðsþjálfaranum Heimi Hallgrímssyni. Hann er skyldur Gylfa Þór Sigurðssyni í fimmta ættlið, fyrirliðanum Aroni Einari í sjöunda ættlið og í áttunda ættlið er hann skyldur Herði Björgvini Magnússyni, Rúnari Alex Rúnarssyni og Frederik Schram svo dæmi séu tekin. Eini leikmaðurinn sem hann fann ekki tengingu við var miðjumaðurinn knái Ólafur Ingi Skúlason. Þetta eru kannski ekki merkileg tengsl fyrir okkur Íslendinga en fyrir Len skipta þau máli.

Spennandi tenging

Len er stjórnmálamaður í Manitoba og spilaði hann sjálfur fótbolta á sínum yngri árum. „Ég spilaði fyrir 40 árum og hef kannski aldrei verið brjálaður stuðningsmaður sem missir sig gjörsamlega þegar liðinu hans gengur vel. En þegar maður fór að skoða fótboltann og uppruna sinn þá varð þetta meira og meira spennandi,“ segir Len.

Í umfjöllun CBC er farið yfir velgengni landsliðsins á undanförnum árum og reynt að svara þeirri spurningu hvernig svo fámenn þjóð getur náð jafn langt á stóra sviðinu og raun ber vitni.

Fékk landsliðstreyju að gjöf

Len er harður stuðningsmaður íslenska landsliðsins og eftir að liðið tryggði sér þátttökurétt í lokakeppni HM, eftir sigur á Kósóvó í fyrrahaust, las hann upp tilkynningu á þinginu í Manitoba og óskaði íslenska liðinu til hamingju. „Það voru þarna þingmenn sem vildu taka víkingaklappið í þingsalnum, en augljóslega gátum við það ekki.“

Í síðustu viku fékk hann landsliðstreyju að gjöf frá Þórði Bjarna Guðjónssyni, aðalræðismanni í Winnipeg og á meðfylgjandi mynd má sjá hann halda á gjöfinni. Í bakgrunni er síðan innrömmuð landsliðstreyja. Len segist stoltur af íslenska landsliðinu í fótbolta.

Sendir strákunum baráttukveðjur

„Árangur þeirra sýnir að það er hægt að gera eitthvað stórkostlegt úr litlu, það skiptir engu máli hver þú ert, hvaðan þú ert eða hvar þú ert.“ Hann sendir íslensku strákunum baráttukveðjur og segir þeim að halda áfram á sömu braut:

„Haldið áfram að gera góða hluti. Þið hafið lagt hart að ykkur og gert okkur öll mjög stolt. Haldið áfram að gera ykkur besta. Vonandi farið þið frá Rússlandi með stóra titilinn og hver veit, kannski komum við til Íslands og fögnum saman?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hefja viðræður við Liverpool á ný

Hefja viðræður við Liverpool á ný
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ronaldo skælbrosandi er hann sneri aftur og faðmaði Jesus

Ronaldo skælbrosandi er hann sneri aftur og faðmaði Jesus
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“
433Sport
Í gær

Þráir ekkert meira en að snúa aftur til Englands

Þráir ekkert meira en að snúa aftur til Englands
433Sport
Í gær

Skýtur föstum skotum á Alonso – Hefði farið ef hann væri stjórinn í dag

Skýtur föstum skotum á Alonso – Hefði farið ef hann væri stjórinn í dag
433Sport
Í gær

Vilja leikmann Liverpool en bíða eftir að aðalmaðurinn verði seldur

Vilja leikmann Liverpool en bíða eftir að aðalmaðurinn verði seldur
433Sport
Í gær

Fyrrum undrabarnið líklega að snúa heim eftir misheppnaða dvöl erlendis

Fyrrum undrabarnið líklega að snúa heim eftir misheppnaða dvöl erlendis