fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Freyr lifir sig inn í leikinn alla leið – ,, Get sagt það sem ég vil þegar það er ekki kveikt á míkrafóninum“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 17. júní 2018 11:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Rússlandi:

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna er algjör lykilmaður í teyminu í kringum karlalandsliðið.

Freyr sér um að leikgreina andstæðinga Íslands og er yfir öllum þeim gögnum. Hann er mikil hjálp við teymið sem er í kringum strákana.

Freyr hafði leikgreint Argentínu en sat svo í stúkunni í gær með sjónvapr fyrir framan sig og tölvu. Dagur Sveinn Dagbjartsson sat svo með honum.

Freyr talar svo við menn á varamannabekknum og kemur upplýsingum um það sem ekki sést af hliðarlínunni.

,,Það er erfitt að vera í stúkunni, ég get sagt það sem ég vil þegar það er ekki kveikt á míkrafóninum og dómarinn segir ekkert og fjórði dómarinn ekki í andlitinu á mér. Stundum er erfitt að ná sambandi strax niður, þið vitið hvernig ég er. Ég vil ná sambandi strax, það gerir mann stressaðan. Þetta gekk vel í gær,“ sagði Freyr.

Freyr sat fyrir ofan íslensku fréttamennina sem heyrðu afar vel í honum, hann lifði sig inn í leikinn.

,,Ég tala við Gumma (Guðmund Heiðrsson, markvarðarþjálfara) og Helgi (Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari) er með Ipad þar sem ég get sent myndir, ekki nein myndbönd. Gummi tekur eyrað og Helgi sér í tölvu og þeir fara með til Heimis.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal staðfestir komu Gyokores

Arsenal staðfestir komu Gyokores
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum
433Sport
Í gær

Þráir ekkert meira en að snúa aftur til Englands

Þráir ekkert meira en að snúa aftur til Englands
433Sport
Í gær

Skýtur föstum skotum á Alonso – Hefði farið ef hann væri stjórinn í dag

Skýtur föstum skotum á Alonso – Hefði farið ef hann væri stjórinn í dag