fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Dómarinn steig á Aron: „Ef hann hefði náð mér á vinstri hefði hann sennilega klárað mig“

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 17. júní 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var sem betur fer hægri. Ef hann hefði náð mér á vinstri hefði hann sennilega klárað mig,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, á æfingu Íslands í Gelendzhik í morgun.

Einkennilegt atvik átti sér stað í leiknum gegn Argentínu í gær þegar dómari leiksins steig ofan á hægri ökklann á Aroni. Um algjört óviljaverk var að ræða, vitanlega, en Aron segir að honum hafi þó brugðið.

„Þetta var sem betur fer hægri, ef hann hefði náð mér á vinstri hefði hann sennilega klárað mig. Mér var brugðið aðallega, svo fór ég niður því þeir ætluðu að taka snögga aukaspyrnu og voru búnir að liggja aðeins á okkur.“

Aron sagði að dómarinn, Pólverjinn Szymon Marciniak, hafi beðið hann afsökunar. Honum hefði einnig brugðið enda líklega aldrei tæklað leikmann svona áður.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal staðfestir komu Gyokores

Arsenal staðfestir komu Gyokores
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum
433Sport
Í gær

Þráir ekkert meira en að snúa aftur til Englands

Þráir ekkert meira en að snúa aftur til Englands
433Sport
Í gær

Skýtur föstum skotum á Alonso – Hefði farið ef hann væri stjórinn í dag

Skýtur föstum skotum á Alonso – Hefði farið ef hann væri stjórinn í dag