fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Þrír Íslendingar í liði gærdagsins á HM – Hannes í markinu

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 17. júní 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið spilaði sinn fyrsta leik á HM í Rússlandi í gær en liðið mætti stórliði Argentínu. Fyrsti leikur riðlakeppninnar hjá strákunum okkar fór fram gegn sterkasta liði riðilsins.

Argentínumenn komust yfir í fyrri hálfleik eftir 18 mínútur er framherjinn Sergio Aguero skoraði mjög gott mark. Argentína hélt þó forystunni ekki lengi en Alfreð Finnbogason jafnaði aðeins um fimm mínútum eftir mark Aguero.

Argentína var mun meira með boltann í leiknum en áttu í vandræðum með að skapa sér alvöru færi. Í síðari hálfleik fékk Lionel Messi gullið tækifæri til að koma Argentínu yfir eftir að vítaspyrna hafði verið dæmd á Hörð Björgvin Magnússon.

Hannes Þór Halldórsson gerði sér þó lítið fyrir og varði spyrnu Messi virkilega vel og staðan enn 1-1. Argentína pressaði mikið undir lok leiksins en tókst ekki að bæta við og 1-1 jafntefli niðurstaðan.

Þrír leikmenn Íslands, þeir Hannes Þór Halldórsson, Aron Einar Gunnarsson og Alfreð Finnbogason eru í liði gærdagsins á HM.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal staðfestir komu Gyokores

Arsenal staðfestir komu Gyokores
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum
433Sport
Í gær

Þráir ekkert meira en að snúa aftur til Englands

Þráir ekkert meira en að snúa aftur til Englands
433Sport
Í gær

Skýtur föstum skotum á Alonso – Hefði farið ef hann væri stjórinn í dag

Skýtur föstum skotum á Alonso – Hefði farið ef hann væri stjórinn í dag