Svíinn Zlatan Ibrahimovic hitti stuðningsmenn íslenska landsliðsins í Moskvu í gær áður en að leikur Íslands og Argentínu hófst.
Zlatan er ekki með Svíum á mótinu að þessu sinni en þessi 36 ára frábæri leikmaður spilar um þessar mundir í Bandaríkjunum eftir að hafa spilað með mörgum af bestu liðum Evrópu undanfarinn 15 ár eða svo.
Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Zlatan taka víkingaklappið með stuðningsmönnum íslenska landsliðsins. Í forgrunni má sjá Friðgeir Bergsteinsson sem er í framvarðasveit Tólfunnar, stuðningsmannasveitar íslenska landsliðsins. Af myndbandinu að dæma var um að ræða einhverskonar auglýsingu fyrir leik Íslands og Argentínu.
Óhætt er að segja að myndbandið sé skemmtilegt og eflaust eftirminnileg stund fyrir þessa dyggu stuðningsmenn Íslands.
. @Ibra_official has fun with a group of Iceland fans at the #WorldCup as they perform their famous #Vikingclap pic.twitter.com/qG9FS90SiQ pic.twitter.com/00wCmCsLr6
— Sky News (@SkyNews) June 16, 2018