Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Moskvu:
Nú þegar tvær og hálf klukkustund er í leik Íslands og Argentínu í Moskvu er mikill fjöldi af fólki komið að vellinum.
Mannhafið var hins vegar flest allt í litum Argentínu, Íslendingar sáust þó.
Ljóst er að miklu fleiri stuðningsmenn Argentínu verða á vellinum í Moskvu sem tekur 45 þúsund
Stuðningsmenn Íslands sem verða um 5 þúsund hittust margir í miðbæ Moskvu áðan og var þar mikið stuð.
Þar var hið fræga víkingaklapp meðal annars tekið og er ekki laust við að gæsahúðin skili sér heim í stofu.
Myndband af þessu er hér að neðan.
@FIFAWorldCup Iceland has arrived #VikingClap #WorldCup #FyrirIsland #ARGISL #fotboltinet pic.twitter.com/wik27IzU2I
— Birkir Ólafsson (@Birkanovitz) June 16, 2018