Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Moskvu:
Nú þegar tvær og hálf klukkustund er í leik Íslands og Argentínu í Moskvu er mikill fjöldi af fólki komið að vellinum.
Mannhafið var hins vegar flest allt í litum Argentínu, Íslendingar sáust þó.
Ljóst er að miklu fleiri stuðningsmenn Argentínu verða á vellinum í Moskvu sem tekur 45 þúsund
Tómas Joð Þorsteinsson fyrru leikmaður Fylkis var mættur snemma í miðborg Moskvu í dag og ræddi við okkur.
,,Hann var ánægður með þetta, við stoppuðum hann hjá rauða torginu. Ég greip hann og spurði um möguleikana, hann sagði að þetta væri fótbolta og að allt gæti gerst,“ sagði Tómas.
,,Við vinnum 2-0, Gylfi og Birkir Bjarnason setja hann.“
Viðtalið er hér að neðan.