fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Eiður í miklu veseni í Rússlandi – ,,Gat ekki borgað leigubílstjóranum“

Victor Pálsson
Föstudaginn 15. júní 2018 21:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen er mættur til Rússlands en hann fylgir íslenska landsliðinu sem spilar nú á HM þar í landi.

Eiður hefur lent í alls kyns veseni til þessa í ferðinni en hann greindi frá því í beinni útsendingu á RÚV í kvöld.

Eiði var skutlað á vitlaust hótel og átti þá í vandræðum með að borga leigubíl á völlinn í kvöld. Hann endaði á því að borga einfaldlega bensín fyrir bílstjórann!

,,Það var smá bras á þessu, það var löng bið í millilendingu og svo var smá seinkun í gær og svo var smá bílavesen þar sem mér var skutlað á vitlaust hótel,“ sagði Eiður.

,,Þetta var aðeins lengra ferðalag en ég bjóst við og átti von á en vonandi verður þetta allt saman þess virði.“

,,Svo ætlaði ég að kíkja á völlinn og hann var ekki alveg með á hreinu hvernig ég ætti að borga. Ég var ekki með rúblur og hann tók ekki kort þannig ég borgaði bara bensín á bílinn fyrir hann og þá varð hann sáttur!“

,,Hann keyrði á næstu bensínstöð og sagði mér að borga bensínið á rússnensku og ég borgaði bara þannig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þjálfarinn sendur upp í stúku í æfingaleik – Viðurkennir að hafa farið yfir strikið

Þjálfarinn sendur upp í stúku í æfingaleik – Viðurkennir að hafa farið yfir strikið
Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hafþór Júlíus bætti heimsmetið í réttstöðulyftu

Hafþór Júlíus bætti heimsmetið í réttstöðulyftu
433Sport
Í gær

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi
433Sport
Í gær

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum
433Sport
Í gær

Hefja viðræður við Liverpool á ný

Hefja viðræður við Liverpool á ný
433Sport
Í gær

Ronaldo skælbrosandi er hann sneri aftur og faðmaði Jesus

Ronaldo skælbrosandi er hann sneri aftur og faðmaði Jesus