Eiður Smári Guðjohnsen er mættur til Rússlands en hann fylgir íslenska landsliðinu sem spilar nú á HM þar í landi.
Eiður hefur lent í alls kyns veseni til þessa í ferðinni en hann greindi frá því í beinni útsendingu á RÚV í kvöld.
Eiði var skutlað á vitlaust hótel og átti þá í vandræðum með að borga leigubíl á völlinn í kvöld. Hann endaði á því að borga einfaldlega bensín fyrir bílstjórann!
,,Það var smá bras á þessu, það var löng bið í millilendingu og svo var smá seinkun í gær og svo var smá bílavesen þar sem mér var skutlað á vitlaust hótel,“ sagði Eiður.
,,Þetta var aðeins lengra ferðalag en ég bjóst við og átti von á en vonandi verður þetta allt saman þess virði.“
,,Svo ætlaði ég að kíkja á völlinn og hann var ekki alveg með á hreinu hvernig ég ætti að borga. Ég var ekki með rúblur og hann tók ekki kort þannig ég borgaði bara bensín á bílinn fyrir hann og þá varð hann sáttur!“
,,Hann keyrði á næstu bensínstöð og sagði mér að borga bensínið á rússnensku og ég borgaði bara þannig.“