Egill Einarsson hefur útnefnt kynþokkafyllsta leikmann landsliðsins. Þetta gerði Egill í viðtali við 433.is í dag en hann er staddur í Moskvu til að fylgjast með leik Íslands og Argentínu á morgun.
Þegar hann var spurður hver væri hans maður í liðinu átti hann í stökustu vandræðum með að svara:
„Vá, þetta er besta spurning sem ég hef fengið. Málið er að margir af mínum bestu félögum eru í liðinu,“ sagði Egill sem sagðist þó verða í treyjunni hans Rúriks Gíslasonar á morgun.
„Það var erfitt fyrir mig að velja hvaða treyju ég yrði í. Ég og Aron erum mjög góðir félagar, Hannes og Alfreð og Gylfi. Þetta eru allt bara bestu félagar mínir sko. Þannig að þetta var erfitt val. En ég valdi Rúrik út af því að hann er ekkert eðlilega sexý, þess vegna varð hann fyrir valinu. Mér finnst hinir drengirnir líka alveg vel yfir meðallagi sexý en ég verð sem sagt í treyjunni hans Rúriks. Hann er svolítið minn maður á þessu móti. Svo elska ég líka „my captain“út af lífinu,“ sagði Egill og vísaði í fyrirliðann, Aron Einar Gunnarsson.
„Hann mætir 100 prósent í þennan leik á morgun og pakkar mönnum saman, það er klárt.“