Helgi Jean Claessen, eigandi menn.is, var býsna brattur þegar blaðamaður hitti á hann á Rauða torginu í Moskvu í dag. Helgi er þar til að vera á leik Íslands og Argentínu á morgun.
Í samtali við blaðamann sagði Helgi að honum litist vel á borgina, sagði stemninguna frábæra en þó ákveðin ró yfir mannskapnum. Ekki stóð á svörunum þegar hann var inntur eftir því hvort Ísland ætti möguleika gegn Argentínu.
„Ég held að þetta sé mjög einfalt. Eg held að þetta sé íslenskur sigur. Ég held að það sé ekkert annað um það að segja,“ sagði hann en bætti þó við að leikurinn færi 2-1 fyrir Ísland.
Spjallið við Helga má sjá í heild sinni hér að neðan.