fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
433

Óli Jó, Víkingur og Valur ná sáttum – ,,Málinu er lokið“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 15. júní 2018 16:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur Reykjavík, Valur og Ólafur Jóhannesson hafa náð sáttum en andað hefur köldu þar á milli síðan Ólafur lét ummæli falla í þættinum Návígi á fótbolti.net.

Ólafur sagði þá frá því að samið hafi verið um úrslit í leik Víking og Völsungs árið 2013, eitthvað sem Víkingar tóku ekki vel í.

Allir aðilar hafa nú tekið undir þá ákvörðun að leggja málið til hliðar og skilja sáttir frá borði.

Tilkynning Vals, Víkings og Óla Jó:

Yfirlýsing frá Knattspyrnufélaginu Víkingi, Knattspyrnufélaginu Val og Ólafi Jóhannessyni.

Að undanförnu hafa ásakanir gengið á milli Víkings og Ólafs Jóhannessonar í fjölmiðlum vegna leiks Víkings og Völsungs í deildarkeppni árið 2013.

Aðilar eru sammála um að margt af því sem fram hefur komið hefði mátt kyrrt liggja og ekki ástæða til þess að mál þróist með þeim hætti sem raun ber vitni.

Að frumkvæði þeirra knattspyrnufélaga sem í hlut eiga, hefur náðst full sátt í málinu á milli Ólafs Jóhannesson, Knattspyrnufélagsins Víkings og Knattspyrnufélagsins Vals og er málinu hér með lokið af hálfu allra aðila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Liverpool ætlar að taka þátt í kapphlaupinu við Arsenal og Manchester United

Liverpool ætlar að taka þátt í kapphlaupinu við Arsenal og Manchester United
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Færa leik sinn inn í Bogann

Færa leik sinn inn í Bogann
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ótrúleg tíðindi frá United – Allir nema þessir þrír til sölu í sumar

Ótrúleg tíðindi frá United – Allir nema þessir þrír til sölu í sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta er sú staða sem Liverpool vill styrkja þegar Arne Slot tekur við

Þetta er sú staða sem Liverpool vill styrkja þegar Arne Slot tekur við
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Viktor Bjarki braut hjörtu Valsara með marki á lokamínútu leiksins – Sjö stigum á eftir Víkingi

Viktor Bjarki braut hjörtu Valsara með marki á lokamínútu leiksins – Sjö stigum á eftir Víkingi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Elvar segir frá sögu sem hann heyrði um Adam Ægi á knæpu í Reykjavík

Elvar segir frá sögu sem hann heyrði um Adam Ægi á knæpu í Reykjavík
433Sport
Í gær

United og Arsenal vilja bæði enska landsliðsmanninn

United og Arsenal vilja bæði enska landsliðsmanninn
433
Í gær

Mjólkurbikarinn heldur áfram að rúlla á morgun og miðvikudag

Mjólkurbikarinn heldur áfram að rúlla á morgun og miðvikudag