fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Benedikt er mættur til Moskvu en spáir Íslandi tapi – „Eigum við ekki að segja 3-1 fyrir Argentínu“

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 15. júní 2018 16:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur, fyrrverandi ráðherra og stofnandi Viðreisnar, er mættur til Moskvu til að fylgjast með landsliðinu etja kappi við Argentínumenn á morgun.

Stærðfræðingurinn er ekki mjög bjartsýnn á sigur Íslands þó hann segi nú að leikurinn leggist ágætlega í hann. Blaðamaður hitti Benedikt á förnum vegi á Rauða torginu í Moskvu þar sem fjölmargir Íslendingar hafa komið saman í dag.

Aðspurður hvort hann fylgist mikið með fótbolta, segir Benedikt: „Ég held ég sé svona í meðallagi. Þegar það er stórmót þá reynir maður að fylgjast með. Þetta er í fyrsta sinn sem maður fer á heimsmeistaramót og kannski það síðasta.“

Benedikt segir í viðtalinu hér að neðan að hann hafi hitt Argentínumenn fyrr í dag og vel ferið á með þeim. Benedikt segist hafa tjáð þeim að líklega yrði á brattann að sækja fyrir Ísland í leiknum en þeir á móti bent á að við hefðum unnið England á Evrópumótinu 2016 og værum með sterkt lið. „Ekki vorum við að neita því.“

En stærðfræðingurinn er ekki mjög bjartsýnn á sigur Íslands. „Eigum við ekki að segja 3-1 fyrir Argentínu þó það sé ekki mjög þjóðhollt að segja það,“ sagði Benedikt.

Það er þá bara að vona að þessi jafna gangi ekki upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

EM: Ísland úr leik eftir tap gegn Sviss

EM: Ísland úr leik eftir tap gegn Sviss
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stuðningsmenn Sviss brjálaðir út í íslensku stelpurnar – Myndband

Stuðningsmenn Sviss brjálaðir út í íslensku stelpurnar – Myndband
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Glódís Perla í byrjunarliði Íslands – Steini gerir tvær breytingar

Glódís Perla í byrjunarliði Íslands – Steini gerir tvær breytingar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Dóri Gylfa: „Við verðum eins og krækiber í helvíti en krækiber eru góð“

Dóri Gylfa: „Við verðum eins og krækiber í helvíti en krækiber eru góð“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir það grunsamlegt ef sinn maður vinnur ekki Ballon d’OR

Segir það grunsamlegt ef sinn maður vinnur ekki Ballon d’OR