Jorge Sampaoli þjálfari Argentínu ákvað að opinbera byrjunarlið sitt á frétttamannafundi í kvöld.
Þetta gerir hann degi fyrir leikinn gegn Íslandi á HM á morgun.
Liðið er eins og allir höfðu spáð fyrir og Sampaoli ákvað því ekkert að fela hlutina.
Sampaoli fékk þá spurningu frá fréttamanni Skinfaxa um hvort þetta væri því hann bæri ekki virðingu fyrir Íslandi? Að tilkynna lið sitt svo löngu fyrir leik.
,,Þetta hefur ekkert með vanvirðingu í garð Íslands að gera, við höfðum valið byrjunariðið á miðvikudag. Ég segi þetta því við erum tilbúnir, við erum búnir að æfa með byrjunarliðið. Ég hef ekki trú á því að það þurfi að fela svona upplýsingar,“ sagði Sampaoli.