Það er óhætt að segja að stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins fái alvöru samkeppni á morgun þegar leikurinn gegn Argentínu fer fram. Stuðningsmenn argentínska landsliðsins eru þekktir fyrir fátt annað en að láta vel í sér heyra og þeir sem voru á Rauða torginu í Moskvu í dag fengu smjörþefinn af stemningunni sem verður væntanlega á pöllunum á morgun.
Meðfylgjandi myndband var tekið í dag og sýnir hóp stuðningsmanna argentínska liðsins skemmta sér konunglega. Það er vonandi að stemningin verði jafn góð á pöllunum á morgun.