„Það er mikið af rugluðu liði hérna eins og þú sérð. Stemningin er góð. Ég var að heyra í mínum mönnum í Tólfunni og þeir eru á leiðinni hingað með trommurnar þannig að við ættum að geta þaggað niður í þessu rusli fyrir aftan mig,“ sagði Egill Einarsson, einkaþjálfari og fjölmiðlamaður, þegar blaðamaður hitti hann á Rauða torginu í Moskvu í dag.
Egill er mættur til Moskvu til að styða við bakið á strákunum okkar sem mæta Argentínu í fyrsta leik sínum í lokakeppni HM.
Í viðtalinu hér að neðan má sjá spjallið við Egil sem var mjög svo brattur fyrir leikinn. Hann segist ekki hafa stórar áhyggjur af leiknum og mikla trú á strákunum. Þá segir Egill frá því hver hans uppáhaldsleikmaður í landsliðinu er og er óhætt er að segja að hann hafi átt nokkuð erfitt með að svara spurningunni. Loks er Egill spurður að því hvað hann myndi gera ef hann fengi að halda lokaræðuna í klefanum fyrir leikinn gegn Argentínu á morgun.