fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Þetta er verðið á sjónvarpsauglýsingu í kringum leiki Íslands á HM

Óðinn Svan Óðinsson
Föstudaginn 15. júní 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sekúndan í auglýsingatímanum í kringum leiki Íslands á heimsmeistaramótinu í fótbolta er að nafnvirði sú dýrasta sem boðið hefur verið upp á í sögu Rúv. Þetta segir Einar Logi Vignisson, auglýsingastjóri RÚV, í samtali við Morgunblaðið.

Sekúndan er seld á 18 þúsund krónur en til samanburðar hefur RÚV selt sekúnduna á 15 til 16 þúsund í auglýsingahléum fyrir viðburði eins og Áramótaskaupið og Eurovision. Þetta þýðir að hver birting á 100 sekúndna auglýsingu í hálfleik kostar 1,8 milljónir króna.

Einar segir að auglýsingatímarnir í hálfleik í leikjum Íslands á mótinu séu löngu uppseldir. Enn sé þó hægt að kaupa sekúndur í kringum leikina. Þá segir Einar að óvenju mikið sé um að auglýsendur frumgeri sjónvarpsauglýsingar fyrir mótið.

„Það sem er áhugavert fyrir þetta mót núna er að það hafa aldrei jafn margir aðilar frumgert langar sjónvarpsauglýsingar fyrir nokkurn sjónvarpsviðburð,“ segir Einar í samtali við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóttirin heyrði í skrímslum í herberginu sínu – Það reyndist ekki fjarri lagi

Dóttirin heyrði í skrímslum í herberginu sínu – Það reyndist ekki fjarri lagi
Fréttir
Í gær

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Í gær

Einar og Gestur hafa áhyggjur af eiginkonum sínum – Eins og martröð mánuðum saman

Einar og Gestur hafa áhyggjur af eiginkonum sínum – Eins og martröð mánuðum saman
Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlar maka krókinn í bönkunum – Gríðarlegur kynjamunur á tekjuhæstu einstaklingum

Karlar maka krókinn í bönkunum – Gríðarlegur kynjamunur á tekjuhæstu einstaklingum