fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Argentínu – Verður Alfreð fremstur?

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 15. júní 2018 12:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Moskvu:

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands hefur ákveðið byrjunarliðið sitt fyrir leikinn gegn Argentínu á morgun.

Stærsti landsleikur í sögu Íslands fer fram á morgun er liðið mætir Argentínu í fyrsta leik á HM.

Áhugavert verður að sjá byrjunarlið Íslands, hvort Heimir byrji með einn eða tvo framherja í sínu liði.

Miðað við allt þá byrjar Aron Einar Gunnarsson á morgun þrátt fyrir meiðslin sem hann hefur verið að berjast við.

Ef skoðað er svo hvernig liðið spilaði best á síðasta ári þá er afar líklegt að Heimir noti 4-4-1-1 kerfið sitt.

Það eru Jón Daði Böðvarsson og Alfreð Finnbogason sem berjast um fremstu stöðu. Við spáum því að Alfreð verði fremstur.

Líklegt byrjunarlið:
Hannes Þór Halldórsson
Birkir Már Sævarsson – Ragnar Sigurðsson – Kári Árnason – Hörður Björgvin Magnússon
Jóhann Berg Guðmundsson – Aron EInar Gunnarsson – Emil Hallfreðsson – Birkir Bjarnason
Gylfi Þór Sigurðsson
Alfreð Finnbogason

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Framlengir við Barcelona til 2030

Framlengir við Barcelona til 2030
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gibbs-White búinn að framlengja við Forest

Gibbs-White búinn að framlengja við Forest
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal staðfestir komu Gyokores

Arsenal staðfestir komu Gyokores