fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Heimir Hallgrímsson fór í fýlu í Rússlandi í gær – ,,Þeir hristu mig aðeins til“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 15. júní 2018 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Moskvu:

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands hefur ákveðið byrjunarliðið sitt fyrir leikinn gegn Argentínu á morgun.

Stærsti landsleikur í sögu Íslands fer fram á morgun er liðið mætir Argentínu í fyrsta leik á HM.

Áhugavert verður að sjá byrjunarlið Íslands, hvort Heimir byrji með einn eða tvo framherja í sínu liði.

Heimir segist hafa frábært fólk í kringum sig, allur undirbúningur Íslands hafi verið til fyrirmyndar.

Meira:
Aron sagði að Heimir væri nú í klípu – ,,Ég fer ekki á pöbbinn á morgun“

,,Ég held að við séum það lengi búnir að undirbúa okkur, ég er það heppinn að það er gott fólk í kringum. Það veit út í hvað við erum að fara. Undirbúningurinn hefur verið það góður, við erum ekki að redda neinu á síðustu stundu sem hefur farið í taugarnar á þjálfara eða þeim sem er að stjórna,“ sagði Heimir í dag.

Hann segist hafa farið í fýlu í gær en þá hafi fólkið í kringum hjálpað til.

,,Ég hef flottan hóp í kringum mig, bara allir í kringum mig. Maður hefur stuðningsnet, ég fór í fýlu í gær en það voru menn sem pikkuðu mig upp, hristu mig til aðeins.“

,,Við erum meðvitaðari um umfangið og spennuna, hvort það hjálpi okkur á vellinum verðum við að sjá á morgun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þjálfarinn sendur upp í stúku í æfingaleik – Viðurkennir að hafa farið yfir strikið

Þjálfarinn sendur upp í stúku í æfingaleik – Viðurkennir að hafa farið yfir strikið
Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hafþór Júlíus bætti heimsmetið í réttstöðulyftu

Hafþór Júlíus bætti heimsmetið í réttstöðulyftu
433Sport
Í gær

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi
433Sport
Í gær

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum
433Sport
Í gær

Hefja viðræður við Liverpool á ný

Hefja viðræður við Liverpool á ný
433Sport
Í gær

Ronaldo skælbrosandi er hann sneri aftur og faðmaði Jesus

Ronaldo skælbrosandi er hann sneri aftur og faðmaði Jesus