DJ Muscleboy gefur út vöðvamesta HM lag sögunnar sem ber heitið #VIKINGCLAP og er hér:
Það er loksins komið að fyrsta stuðningsmannalagi DJ Muscleboy. Lagið #Vikingclap vinnur Muscleboy í samstarfi við þýsku rafgrúbbuna Bodybangers og útkoman er einfaldlega stórkostleg.
Muscleboy biðlaði til íslensku þjóðarinnar að senda inn skemmtilegar víkingaklapps-klippur og þjóðin varð heldur betur við kallinu. Muscleboy gerði sitt allra besta til að koma sem flestum fyrir í myndbandinu.
Þetta er ekki fyrsta lag Muscleboy en lagið Louder náði þeim einstaka árangri að vera 8 vikur á toppi íslenska listans.
Ástæðan fyrir laginu er einföld – Muscleboy hefur séð mikið af fólki útum allan heim framkvæma víkingaklappið vitlaust og fann sig knúinn til aðgerða. Hann réttir nú fram hjálparhönd til að fólk geti lært að taka hið fullkomna klapp.