fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Heimir skaut erlendu pressuna í kaf í upphafi fréttamannafundar

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 15. júní 2018 11:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson fékk íslenska fjölmiðla til að springa úr hlátri í upphafi fréttamannafundar í Moskvu í dag.

Ástæðan er sú að erlendir fjölmiðlar spyrja alltaf út í það hvernig Heimir er bæði tannlæknir og þjálfari.

Þetta finnst erlendum fjölmiðlum alltaf jafn áhugavert en sama spurningin hefur komið til Heimis í mörg ár.

Heimir Hallgrímsson byrjaði fundinn með stæl og skaut létt á heimspressuna. „Mig langar til að spara ykkur spurningarnar, það eru allir leikmenn heilir, allir vilja spila þennan stærsta leik í sögu íslenskrar knattspyrnu. Það er hausverkur fyrir okkur þjálfarateymið. Ég er tannlæknir og hætti aldrei að vera tannlæknir og vinn stundum á tannlæknastofu,“ sagði Heimir.

Íslenska liðið er nú að klára undirbúning sinn fyrir leikinn gegn Argentínu sem fram fer í Moskvu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Framlengir við Barcelona til 2030

Framlengir við Barcelona til 2030
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gibbs-White búinn að framlengja við Forest

Gibbs-White búinn að framlengja við Forest
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal staðfestir komu Gyokores

Arsenal staðfestir komu Gyokores