fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Gunnar Jarl: „Argentína er ekki búið að finna sitt sterkasta byrjunarlið og mikið rót á mannskapnum“

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 15. júní 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundin sem allir hafa verið að bíða eftir rennur loksins upp á morgun þegar Ísland leikur sinn fyrsta leik í lokakeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta. Andstæðingurinn gæti varla verið sterkari, Argentínumenn, með Lionel Messi í broddi fylkingar, bíða okkar og eiga eflaust von á erfiðum leik.

DV og 433.is leituðu til nokkurra sérfræðinga til að spá í spilin fyrir leikinn á laugardag. Meðal þess sem við vildum vita var hvort Ísland eigi raunhæfa möguleika gegn þessu ógnarsterka argentínska liði, hvernig við förum að því að vinna og svo spurðum við annarra léttari spurninga, til dæmis hver skorar fyrsta mark Íslands, hver verður fyrstur íslensku leikmannanna til að snerta boltann og svo loks hversu langt við förum í keppninni. Óhætt er að segja að svörin séu jafn mismunandi og þau eru mörg en allir telja að Ísland geti unnið Argentínu.

Gunnar Jarl Jónsson, fyrrverandi knattspyrnudómari og sparkspekingur

1. Ef þú mundir velja byrjunarliðið gegn Argentínu, hvernig yrði það?

Hannes, Birkir Már, Kári, Raggi, Hörður Björgvin, Jóhann Berg, Gylfi Sig, Aron Einar, Birkir Bjarna, Jón Daði, Alfreð Finnboga.

2. Getur Ísland unnið Argentínu og ef svo er hvað þarf Ísland að gera til að vinna?

Við getum unnið alla. Argentína er ekki búið að finna sitt sterkasta byrjunarlið og mikið rót á mannskapnum. Jorge Sampioli gerði frábæra hluti með Chile en virðist enn vera að hringla með sinn mannskap. Það gefur okkur von. Varnarleikur Argentínu er þeirra veikleiki og til að ná úrslitum þurfum við að nýta okkur það sem við erum bestir í, föst leikatriði og gott skipulag.

3. Hvernig fer leikurinn gegn Argentínu?

Ég hef verið að flakka með 1-1 og 3-0 fyrir Argentínu. Ekki enn gert upp á milli.

4. Hver skorar fyrsta mark Íslands í keppninni?

Gylfi skorar fyrsta markið í keppninni.

5. Hver verður fyrstur til að fá gult spjald hjá Íslandi?

Ég held að Hörður Björgvin fái gult spjald fyrstur allra fyrir brot á Messi.

6. Hver verður fyrsti Íslendingurinn til að snerta boltann á mótinu?

Alfreð snertir hann fyrstur þar sem við byrjum með boltann í fyrsta leik.

7. Hvað skorar Ísland mörg mörk í riðlakeppninni og hver verður markahæstur?

Ég held að mörkin verði aðeins tvö. Gylfi verður markahæstur.

8. Hversu langt fer Ísland í keppninni?

Við förum í úrslitaleik gegn Króatíu um sæti í 16-liða úrslitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þjálfarinn sendur upp í stúku í æfingaleik – Viðurkennir að hafa farið yfir strikið

Þjálfarinn sendur upp í stúku í æfingaleik – Viðurkennir að hafa farið yfir strikið
Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hafþór Júlíus bætti heimsmetið í réttstöðulyftu

Hafþór Júlíus bætti heimsmetið í réttstöðulyftu
433Sport
Í gær

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi
433Sport
Í gær

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum
433Sport
Í gær

Hefja viðræður við Liverpool á ný

Hefja viðræður við Liverpool á ný
433Sport
Í gær

Ronaldo skælbrosandi er hann sneri aftur og faðmaði Jesus

Ronaldo skælbrosandi er hann sneri aftur og faðmaði Jesus