fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Keflavík steinlá á heimavelli – FH vann öruggt

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 14. júní 2018 21:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er útlit fyrir það að Keflavík ætli að kveðja Pepsi-deildina snemma í sumar en liðið mætti KR á heimavelli í níundu umferð í kvöld.

Keflavík var án sigurs með þrjú stig fyrir leik kvöldsins og það varð alls engin breyting á því er liðið mætti KR.

KR var miklu sterkari aðilinn í leik kvöldsins og vann að lokum sannfærandi 4-0 sigur en staðan var orðin 2-0 eftir fimm mínútur.

FH vann einnig góðan sigur á sama tíma en liðið fékk Víking Reykjavík í heimsókn á Kaplakrikavöll.

Steven Lennon kom FH yfir snemma leiks úr vítaspyrnu áður en Jónatan Ingi Jónsson bætti við tveimur í 3-0 sigri heimamanna.

Sam Hewson sá svo um að tryggja Grindavík sigur í Grafarvogi er liðið vann 1-0 sigur á heimamönnum í Fjölni.

Keflavík 0-4 KR
0-1 Björgvin Stefánsson(2′)
0-2 Andre Bjerregaard(5′)
0-3 Pablo Punyed(36′)
0-4 Pálmi Rafn Pálmason(73′)

FH 3-0 Víkingur R.
1-0 Steven Lennon(víti, 15′)
2-0 Jónatan Ingi Jónsson(23′)
3-0 Jónatan Ingi Jónsson(70′)

Fjölnir 0-1 Grindavík
0-1 Sam Hewson(84′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir útspil Hermanns hafa komið sér á óvart – „Mér fannst það sérstakt“

Segir útspil Hermanns hafa komið sér á óvart – „Mér fannst það sérstakt“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hefur Klopp trú á að Liverpool geti unnið titilinn? – ,,Nei, það segir þér svarið“

Hefur Klopp trú á að Liverpool geti unnið titilinn? – ,,Nei, það segir þér svarið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Treyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið og stuðningsmenn eru gáttaðir

Treyju Manchester United fyrir næsta tímabil lekið og stuðningsmenn eru gáttaðir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Allt klappað og klárt – Arne Slot tekur við Liverpool

Allt klappað og klárt – Arne Slot tekur við Liverpool
433Sport
Í gær

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum
433Sport
Í gær

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm