fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
433Sport

Ítalski blaðamaðurinn sem sá fyrir velgengni Íslands – Sjáðu hvað hann segir um leikina gegn Argentínu, Nígeríu og Króatíu

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 15. júní 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að erlendir knattspyrnuunnendur trúi ekki eigin augum þegar kemur að afrekum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Það sama gildir ekki um ítalska háskólakennarann Gianguglielmo Lozato sem hefur verið í miklum samskiptum við blaðamann DV undanfarna viku. Tilefni þessara samskipta er myndband frá árinu 2013 þar sem Lozato lýsir því yfir að íslenska landsliðið sé ógnarsterkt og eigi sér bjarta framtíð. Fullyrðingar Lozato hafa vakið athygli annarra miðla og þar á meðal hafa tyrkneskir miðlar fjallað um Lozato í kjölfarið af slælegu gengi tyrkneska landsliðsins gegn okkar mönnum.

Lozato er hógværðin uppmáluð í spjalli við blaðamann DV en þess má geta að hann kom upplýsingum sjálfur á framfæri við blaðið. „Ég sá þetta allt fyrir árið 2013,“ segir hann og vísar í áðurnefnda umfjöllun. Hann segir að 4-4 jafntefli Íslands við Sviss hafi sannfært hann um gæði íslensku leikmannanna og bjarta framtíð liðsins. Árangurinn hingað til komi honum því ekki óvart.

Sýn Lozatos er skýr varðandi riðlakeppnina sem er fram undan hjá íslenska liðinu í Rússlandi. „Staðan verður 0-0 í hálfleik gegn Argentínu en svo munu Messi og félagar hans vinna leikinn,“ segir Lozato. Hann segir að íslenska þjóðin þurfi þó ekki að örvænta því sigrar gætu orðið staðreynd í hinum tveimur leikjunum. „[Alfreð] Finnbogason gæti skorað tvö mörk gegn Nígeríu og [Gylfi] Sigurðsson skorar gegn Króatíu,“ segir Lozato. Eftirlætisleikmaður hans er þó með sterk tengsl við Ítalíu. „Það er [Emil] Hallfreðsson. Hann er stórkostlegur en vanmetinn leikmaður,“ segir okkar maður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Styttist í ‘Here we go’ hjá Manchester City

Styttist í ‘Here we go’ hjá Manchester City
433Sport
Fyrir 2 dögum

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Landsliðsferli Aubameyang lýkur fyrr en áætlað var

Landsliðsferli Aubameyang lýkur fyrr en áætlað var
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield