fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Verður þetta vopn Íslendinga Argentínu að falli?

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 14. júní 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta verður mjög erfiður leikur. Þeir verjast vel sem lið, með tvær þéttar varnarlínur. Það verður erfitt að komast í gegnum miðjuna og við þurfum að nota kantana,“ segir Willy Caballero, markvörður argentínska landsliðsins í knattspyrnu.

Í umfjöllun AP-fréttastofunnar um leik Íslands og Argentínu á laugardag er bent á þá staðreynd að íslenska liðið sé mun hærra en það argentínska. Meðalhæð íslensku strákanna er 185 sentímetrar en á sama tíma er argentínska liðið eitt það lágvaxnasta, eða 179 sentímetrar að meðaltali.

„Þetta er vopn sem Ísland mun reyna að nota til að svara einstaklingsgæðum Lionel Messi og annarra leikmanna þegar liðin mætast í D-riðli á laugardag,“ segir í umfjöllun AP.

Bent er á það að Argentínumenn hafi æft föst leikatriði nokkuð stíft undanfarna daga á æfingasvæðinu í Bronnitsy. Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, er sagður hafa látið lægstu leikmenn liðsins æfa svæðisvörn en hærri leikmenn liðsins, Nicolas Otamendi, Marcos Rojo, Maximiliano Meza, Lucas Biglia og Angel Di Maria voru látnir dekka andstæðing sinn.

„Í þessari viku höfum við æft hluti eins og föst leikatriði,“ segir Nahuel Guzman, annar markvörður argentínska liðsins. Hann bætir við að hann sé sannfærður um að æfingar argentínska liðsins hafi og muni skila árangri.

Guzman segir við AP að argentínska liðið þurfi að sýna þolinmæði, hreyfa boltann vel til að búa til svæði og keyra upp hraðann í leiknum með stuttu spili og fáum snertingum. „Þetta verður mikil vinna,“ segir hann.

Margir telja að Argentína eigi auðvelt verkefni fyrir höndum en ef litið er til árangurs Íslands í stórleikjum þá virðist argentínska liðið meðvitað um gæði íslenska liðsins. Willy Caballero er það að minnsta kosti. „Þetta er fyrsti leikur heimsmeistaramótsins. Það er alltaf erfitt að byrja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hefur sést með mörgum konum síðustu ár en byrjaði óvænt með æskuástinni á ný

Hefur sést með mörgum konum síðustu ár en byrjaði óvænt með æskuástinni á ný
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ótrúlegur metnaður hjá liði sem var að komast í næst efstu deild

Ótrúlegur metnaður hjá liði sem var að komast í næst efstu deild
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þjálfarinn sendur upp í stúku í æfingaleik – Viðurkennir að hafa farið yfir strikið

Þjálfarinn sendur upp í stúku í æfingaleik – Viðurkennir að hafa farið yfir strikið
Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hafþór Júlíus bætti heimsmetið í réttstöðulyftu

Hafþór Júlíus bætti heimsmetið í réttstöðulyftu
433Sport
Í gær

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“
433Sport
Í gær

Arsenal staðfestir komu Gyokores

Arsenal staðfestir komu Gyokores
433Sport
Í gær

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi
433Sport
Í gær

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum