fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
433Sport

Gylfi og Aron fóru saman í bað – Sjáðu myndina

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. júní 2018 13:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson virðast hafa það ágætt í Gelendzhik í Rússlandi þar sem undirbúa sig af fullum krafti fyrir leikinn gegn Argentínu á laugardag.

Gylfi birti myndina sem fylgir hér að neðan á Instagram-síðu sinni en á henni má sjá þessa frábæru leikmenn saman í ísbaði. Gylfi og Aron, sem báðir hafa glímt við meiðsli að undanförnu, virka í frábæru formi eins og myndin ber með sér. Ísbaðið er talið koma að góðum notum þegar meiðsli eru annars vegar enda dregur kuldinn úr bólgum. Strákarnir fengu frí frá æfingum í dag en á morgun heldur liðið til Moskvu þar sem leikurinn gegn Argentínu fer fram.

Fullyrt hefur verið að Aron Einar, sem gekkst undir aðgerð á dögunum, verði klár fyrir leikinn gegn Argentínu og muni byrja. Það er vonandi að ísbaðið komi að góðum notum og Aron verði klár í slaginn á miðjunni. Gylfi Þór Sigurðsson er aftur á móti hundrað prósent klár sem eru frábærar fréttir fyrir íslenska liðið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu skilaboðin sem David Beckham sendi syni sínum eftir stanslausar fjölskylduerjur undanfarið

Sjáðu skilaboðin sem David Beckham sendi syni sínum eftir stanslausar fjölskylduerjur undanfarið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stuðningsmenn hjóla í Slot fyrir þessar ákvarðanir í gær

Stuðningsmenn hjóla í Slot fyrir þessar ákvarðanir í gær
433Sport
Í gær

Kristján segir frá súrealískum fundi sínum í Hafnarfirði í haust – „Vissu það allir sem sátu þennan fund“

Kristján segir frá súrealískum fundi sínum í Hafnarfirði í haust – „Vissu það allir sem sátu þennan fund“
433Sport
Í gær

Óskar átti ummæli ársins – „Þetta var geggjað“

Óskar átti ummæli ársins – „Þetta var geggjað“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Styttist í ‘Here we go’ hjá Manchester City

Styttist í ‘Here we go’ hjá Manchester City
433Sport
Fyrir 2 dögum

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vörnin líklega ekki styrkt í janúar

Vörnin líklega ekki styrkt í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir Arsenal sigurstranglegasta liðið – Mætir þeim í kvöld

Segir Arsenal sigurstranglegasta liðið – Mætir þeim í kvöld