fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
433Sport

„Þetta rússneska lið er það versta sem ég hef séð“

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. júní 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó að Rússar haldi heimsmeistaramótið í knattspyrnu með glæsibrag verður ekki sagt að mikil eftirvænting ríki meðal heimamanna hvað varðar sjálft rússneska liðið. Flestir sparkspekingar spá því að Rússar fari ekki upp úr riðlakeppninni.

Andrei Kanchelskis, sem spilaði fyrir landslið Sovétríkjanna og síðar Rússlands, er að minnsta kosti þeirrar skoðunar að rússneska liðið hafi litið betri daga.

Á sínum tíma var landslið Sovétríkjanna eitt það sterkasta í heimi; liðið vann Evróputitilinn 1960, komst í úrslit EM 1988 og í undanúrslit á HM 1966. Eftir fall Sovétríkjanna hefur Rússum gengið illa; þeir tóku þátt á HM 1994, 2002 og 2014 en á þessum mótum hefur liðið aðeins unnið tvo leiki af níu.

„Skipulagið í kringum fótboltann var miklu betra áður fyrr,“ sagði Kanchelskis sem spilaði um tíma með Manchester United í samtali við Sportsmail. „Við höfðum rótgróið kerfi en þegar Sovétríkin liðuðust í sundur þá breyttist allt,“ segir hann.

Hann er ekki vongóður um að Rússar fari langt í keppninni. Hann býst allt eins við því að Rússar verði aðeins önnur HM-þjóðin sem heldur keppnina og fer ekki upp úr riðlakeppninni. Sú fyrsta til þess var Suður-Afríka árið 2010.

„Við höfum áhyggjur því þetta rússneska lið er það versta sem ég hef séð. Það segja það allir.“ Kanchelskis segir að Rússar eigi marga góða leikmenn, en staðreyndin sé sú að margir þeirra séu ekki hrifnir af landsliðsþjálfaranum, Stanislav Cherchesov. Þannig var einn af lykilmönnum liðsins, Igor Denisov, sem varð meistari með Lokomotiv Moskvu ekki valinn í hópinn eftir að hafa lent upp á kannt við þjálfarann.

Rússum hefur gengið afleitlega að undanförnu og ekki unnið í síðustu sjö leikjum; fjórir hafa tapast og þrír hafa endað með jafntefli. Í þessum leikjum hefur liðið skorað sex mörk en fengið á sig þrettán. Rússar mæta Sádum á morgun en þar á eftir koma leikir gegn Egyptalandi og Úrúgvæ. Það verður spennandi að sjá hvort heimamönnum takist að rétta úr kútnum og blása á hrakspárnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu skilaboðin sem David Beckham sendi syni sínum eftir stanslausar fjölskylduerjur undanfarið

Sjáðu skilaboðin sem David Beckham sendi syni sínum eftir stanslausar fjölskylduerjur undanfarið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stuðningsmenn hjóla í Slot fyrir þessar ákvarðanir í gær

Stuðningsmenn hjóla í Slot fyrir þessar ákvarðanir í gær
433Sport
Í gær

Kristján segir frá súrealískum fundi sínum í Hafnarfirði í haust – „Vissu það allir sem sátu þennan fund“

Kristján segir frá súrealískum fundi sínum í Hafnarfirði í haust – „Vissu það allir sem sátu þennan fund“
433Sport
Í gær

Óskar átti ummæli ársins – „Þetta var geggjað“

Óskar átti ummæli ársins – „Þetta var geggjað“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Styttist í ‘Here we go’ hjá Manchester City

Styttist í ‘Here we go’ hjá Manchester City
433Sport
Fyrir 2 dögum

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vörnin líklega ekki styrkt í janúar

Vörnin líklega ekki styrkt í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir Arsenal sigurstranglegasta liðið – Mætir þeim í kvöld

Segir Arsenal sigurstranglegasta liðið – Mætir þeim í kvöld