Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Rússlandi:
Það er áhugavert að hlusta á erlenda fjölmiðla ræða við Albert Guðmundsson, framherja íslenska landsliðsins.
Erlendir fjölmiðlar spyrja mikið út í faðir hans, Guðmund Benediktsson.
Guðmundur öðlaðist heimsfræg á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016 og vilja erlendir miðlar ræða við Albert um það.
,,Það er ótrúlegt að ég þurfi alltaf að svara fyrir hann, hann nennir ekki þessum viðtölum,“ sagði Albert í samtali við 433.is
Meira:
Albert: Ég er mjög kröfuharður á sjálfan mig
Albert hefur þó gaman af því að svara fyrir kallinn, enda þekkjast þeir vel.
,,Það er allt í lagi, ég þekki hann ágætlega.“
Viðtalið er í heild hér að neðan.