Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Rússlandi:
,,Ég held að þetta mest allt kicki inn þegar maður labbar út á völl í Moskvu,“ sagði Albert Guðmundsson leikmaður landsliðsins í samtali við 433.is á æfingu liðsins í Rússlandi í dag.
Albert, þessi ungi og öflugi leikmaður er spenntur fyrir því að taka þátt í mótinu.
,,Æfingavöllurinn er frábær, nánast teppi. Vonandi verða vellirnir ennþá betri.“
,,Ég ætla ekki að setja alltof miklar væntingar, ég set væntingar til að halda mér á tánum. Ég er mjög kröfuharður á sjálfan mig.“
Viðtalið er í heild hér að neðan.