fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
433Sport

Birkir hlakkar til að kljást við Messi: „Spennan er að byggjast upp“

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 11. júní 2018 08:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður íslenska landsliðsins, er fullur tilhlökkunar fyrir leikinn gegn Argentínu á laugardag og segir að spennan fyrir leikinn sé hægt og bítandi að byggjast upp.

Íslenska liðið æfir nú í vindinum í Gelendzhik en óhætt er að segja að golan sé kærkomin enda var mjög heitt í veðri í gær. Birkir Már tók fullan þátt í æfingunni í gær og er klár í slaginn fyrir laugardaginn.

„Það er gaman að vera kominn loksins, búnir að koma okkur fyrir og farnir að æfa. Það er bara flott,“ sagði Birkir. Um leikinn á laugardag sagði hann: „Við erum búin að vera að bíða eftir þessu í marga mánuði og spennan er búin að vera byggjast upp en ég held að við séum flestir frekar rólegir yfir þessu. Þetta fer að byggjast upp örugglega núna í vikunni.“

Það fer vel um íslenska liðið á hótelinu í Gelendzhik, liðið er með hæð á hótelinu út af fyrir sig og þar er einnig nóg af ýmiskonar afþreyingu. „Svo elda kokkarnir fyrir okkur frábæran mat á hverjum degi. Þannig að þetta gæti ekki verið betra.“

Líklegt má teljast að Birkir Már verði í stöðu hægri bakvarðar í leiknum á laugardag þó hann hafi ekki spilað í vináttuleiknum gegn Ghana í liðinni viku. Fari svo að Birkir verði í byrjunarliðinu má teljast líklegt að hans hlutverk, að einhverju leyti allavega, verði að passa upp á Lionel Messi, einn allra besta knattspyrnumann sögunnar. Birkir segir að verkefnið leggist vel í hann.

„Vonandi fæ ég að spila og ég hlakka til að fá að spila á móti Messi og öllum þessum leikmönnum,“ sagði Birkir en viðtalið má sjá hér að neðan. Við biðjumst velvirðingar á að hljóðgæðin eru á köflum ekki upp á sitt besta enda setti vindurinn á æfingasvæðinu strik í reikninginn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Miður sín þegar hann frétti af brottför Rashford – ,,Svo, svo leiður“

Miður sín þegar hann frétti af brottför Rashford – ,,Svo, svo leiður“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Heiðraði minningu landa síns eftir mark gegn Liverpool – Sjáðu myndirnar

Heiðraði minningu landa síns eftir mark gegn Liverpool – Sjáðu myndirnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óttast að gera sömu mistök og með Mbappe – Einn sá besti verður seldur í sumar

Óttast að gera sömu mistök og með Mbappe – Einn sá besti verður seldur í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Pabbinn sjaldan verið jafn stoltur og brast í grát er hann sá myndband af syni sínum – Sjáðu fallegt augnablik

Pabbinn sjaldan verið jafn stoltur og brast í grát er hann sá myndband af syni sínum – Sjáðu fallegt augnablik
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Al-Nassr blandar sér óvænt í baráttuna og mun líklega hafa betur

Al-Nassr blandar sér óvænt í baráttuna og mun líklega hafa betur