fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Þessi mynd hefur vakið mikla reiði

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. júní 2018 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reiði hefur blossað upp á samfélagsmiðlum eftir að fréttaljósmyndari náði býsna magnaðri mynd af konu sem lá slösuð á járnbrautarteinum í ítölsku borginni Piacenza á dögunum.

Konan sem um ræðir, kanadískur ferðamaður, varð fyrir lest og á meðan sjúkraflutningamenn hlúðu að konunni sá óþekktur karlmaður, mögulega ferðamaður, ástæðu til að taka af sér sjálfsmynd með konuna í bakgrunni.

Ljósmyndarinn, Giorgio Lambri, náði aftur á móti mynd af ferðamanninum og hafa allir helstu fréttamiðlar Ítalíu – og víðar, BBC til dæmis – birt myndina.

Eðli málsins samkvæmt hefur myndin vakið talsverða umræðu um velsæmi, sómatilfinningu og náungakærleik sem sumir virðast eiga erfitt með að sýna. Velta sumir því fyrir sér hvernig fólk hefur það í sér að taka mynd í aðstæðum sem þessum.

Að því er BBC greinir frá hafði lögregla hendur í hári mannsins sem tók sjálfsmyndina og bað hann vinsamlegast um að eyða myndinni. Maðurinn er sagður hafa gert það en engin lög virðast ná yfir gjörning sem þennan og því var maðurinn ekki kærður.

Konan sem um ræðir slasaðist alvarlega, sem fyrr segir, og þurftu læknar að fjarlægja annan fótlegg hennar.

Myndina sem um ræðir má sjá hér að neðan:

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“