Hin árlega Dragkeppni Íslands mun ekki verða haldin i ár, en keppnin var fyrst haldin árið 1997. Síðan þá hefur það verið fastur liður af Hinsegin dögum í Reykjavík að keppt sé um titlana Draggkóngur og Draggdrottning Íslands.
Þetta kemur fram í tilkynningu á facebooksíðu keppninnar þar sem Georg Erlingsson Merritt skipuleggjandi þakkar um leið sýndan áhuga á keppninni í ár. Áætlað var að keppnin fær fram miðvikudaginn 3.ágúst en hefur verið slegið á frest:
„En eins sárt og það er að segja það þá höfum við ákveðið að keppnin fái frí í ár. Við komum sterk og fersk aftur til leiks á næsta ári á 20 ára afmæli keppninnar,“ segir í tilkynningunni og er því ljóst að aðdáendur keppninnar þurfa ekki að örvænta.
Vegna óviðráðanlegra aðstæðna í ár hefur keppnin ákveðið að taka sér frí þetta árið en keppnin er ekki hætt og mætir aftur til leiks að liðnu ári til að fagna 20 ára afmæli keppninnar
Við viljum þakka ykkur fyrir allan þann stuðning sem þið hafið sýnt keppninni og sjáumst hýr á næsta ári.“