fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
433Sport

Dregið í 8-liða úrslit bikarsins – Valur mætir Blikum

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 31. maí 2018 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður mikið fjör er flautað verður til leiks í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla en 16-liða úrslitunum lauk í kvöld.

Víkingur Reykjavík tryggði sig áfram með sigri á 2.deildarliði Kára en Víkingar höfðu betur 4-3 á Akranesi.

FH tryggði einnig farseðilinn í næstu umferð með því að leggja KA að velli með einu marki gegn engu.

Valur, Þór, Víkingur Ó, Breiðablik, Stjarnan og ÍA höfðu áður öll komist í næstu umferð.

Dregið var í 8-liða úrslitin í kvöld og má búast við gríðarlega spennandi leikjum en Íslandsmeistarar Vals mæta á meðal annars Blikum.

Hér má sjá dráttinn.

8-liða úrslit Mjólkurbikarsins:
Þór – Stjarnan
Valur – Breiðablik
Víkingur R. – Víkingur Ó.
ÍA – FH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Heimtaði alltaf það dýrasta og besta en áttaði sig ekki á stöðunni – ,,Skil hvað mamma mín gekk í gegnum“

Heimtaði alltaf það dýrasta og besta en áttaði sig ekki á stöðunni – ,,Skil hvað mamma mín gekk í gegnum“
433Sport
Í gær

Eru að missa annan lykilmann sem semur við PSG

Eru að missa annan lykilmann sem semur við PSG
433Sport
Í gær

Hafa engar áhyggjur af persónuleika Garnacho

Hafa engar áhyggjur af persónuleika Garnacho