fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Fréttir

Hefja beint flug milli Íslands og Rómar – Sjáðu hvað ódýrustu fluggjöldin kosta

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 31. maí 2018 15:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian mun hefja áætlunarflug milli Íslands og Ítalíu í lok október næstkomandi. Flogið verður tvisvar í viku, alla fimmtudaga og sunnudaga.

Þetta kemur fram á vefnum Túristi.is.

Bent er á að skortur á áætlunarflugi milli Íslands og Ítalíu hafi verið áberandi undanfarin ár. Hafa ferðirnar verið bundnar við leiguflug í kringum skipulagðar skíðaferðir yfir hörðustu vetrarmánuðina.

Astrid Mannion Gibson, fulltrúi Norwegian, segir við Túrista að von félagsins sé að þessari flugleið verði vel tekið af Íslendingum og Ítölum. Að því er fram kemur á vef Túrista kosta ódýrustu fargjöldin nú um ellefu þúsund krónur. Flogið er frá Keflavík rétt fyrir hádegi en frá Róm klukkan sjö að morgni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Svört skýrsla um húsnæðiskerfið – Verð hækkar tvöfalt hraðar en laun og unga fólkið fast í foreldrahúsum

Svört skýrsla um húsnæðiskerfið – Verð hækkar tvöfalt hraðar en laun og unga fólkið fast í foreldrahúsum
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir nauðgun á Norðurlandi vestra

Ákærður fyrir nauðgun á Norðurlandi vestra
Fréttir
Í gær

Róbert: Reykjavík eina höfuðborg Norðurlanda með alla borgarfulltrúa í fullu starfi

Róbert: Reykjavík eina höfuðborg Norðurlanda með alla borgarfulltrúa í fullu starfi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“