fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Fréttir

Helgi undrandi á unga fólkinu: „Það þykir nánast sjálfsagt að stunda slíka iðju“

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 31. maí 2018 10:58

Helgi Gunnlaugsson Prófessor við Háskóla Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að það hafi komið honum á óvart hversu margir stunda það sem kallað er ólöglegt niðurhal.

Þetta segir Helgi í Fréttablaðinu í dag þar sem hann ræðir meðal annars um áhættusækna hegðun einstaklinga á netinu og auknar líkur á að þessir sömu einstaklingar verði fyrir netbrotum.

Eins og fram kemur í Fréttablaðinu er áhættusækin hegðun á netinu skilgreind  til dæmis með ólöglegu niðurhali og heimsóknum á óæskilegar netsíður, til dæmis klámsíður.

Helgi skrifaði nýlega bókina Afbrot og íslenskt samfélag en einn kafli í bókinni er tileinkaður netglæpum á Íslandi. Í mælingu sem Helgi vitnar til reyndist fylgni milli áhættusækinnar hegðunar á netinu og þess að verða fyrir barðinu á netglæpum. Tveir af hverjum þremur í aldurshópnum 18 til 29 ára viðurkenna að hafa stundað ólöglegt niðurhal og segir Helgi að þær tölur komi honum á óvart.

„Það þykir nánast sjálfsagt að stunda slíka iðju,“ segir hann og bætir við að netglæpir færist í aukana samhliða aukinni tækni.  „Tæknin er að gera okkur mögulegt að fremja hefðbundin brot yfir netið, til dæmis auðgunarbrot. Svo er það dreifing á viðkvæmum myndum sem er til dæmis notuð til að kúga fólk,“ segir Helgi sem bendir svo að snjallsímaeign barna sé orðin mikil og útbreidd. Vandræði geta fylgt henni eins og dæmin sanna, netníð þar á meðal.

Helgi segir að lokum við Fréttablaðið að þetta séu atriði sem taka þurfi fastari tökum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn
Fréttir
Í gær

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“