fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Freyja tekur Eddu á beinið

Kristín Clausen
Föstudaginn 5. ágúst 2016 16:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þvílíkur viðbjóður að þurfa að lifa við svona rugl alla daga.“ Þetta segir Freyja Haraldsdóttir, varaþingmaður Bjartrar Framtíðar, sem gagnrýnir harðlega orð Eddu Björgvinsdóttur, leikkonu.

Edda segir í samtali við Fréttatímann að henni þyki gagnrýni Freyju er varðar heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Sólheima síðastliðinn þriðjudag til marks um fáfræði.

Edda bendir á að samfélagið á Sólheimum snúist um að viðhalda sjálfstæði og reisn fatlaðra einstaklinga. Þá sé þorpið leiðandi í lífrænni ræktun, sem Edda segir að sé líklega frekar aðdráttarafl gesta heldur en að skoða fatlaða, eins og Freyja segir í viðtalinu. Þá búi enginn á Sólheimum gegn sínum vilja, að sögn Eddu. Þvert á móti sé mikil ásókn í að komast til Sólheima.

Freyja sem brást illa við þessum orðum Eddu og segir á Facebook:

„Ófötluð leikkona sem aldrei hefur reynt fötlunarmisrétti á eigin skinni og þarf ekki á hverjum einasta degi að búa við þann yfirvofandi ótta að verða fyrir fordómum, stimplun og öðru ofbeldi lætur það hvarfla að sé að segja okkur Steinunni vera að misskilja OKKAR EIGIN REYNSLU (þetta krefst caps lock) og OKKAR EIGIN SÖGU.

Freyja bætir við:

„Hvað með konur? Eru þær þá líka fáfróðar og að misskilja kynjamisréttið sem þær verða fyrir? Og hinsegin fólk? Er stoltgangan á morgun bara einhver ruglingur? Eða svart fólk? Er það að misskilja rasisma?“
Að lokum segir Freyja þetta ekki vera í lagi. Langt í frá. „Þvílíkur viðbjóður að þurfa að lifa við svona rugl alla daga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku
Fréttir
Í gær

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn
Fréttir
Í gær

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“