fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Sentímetra frá vísum dauða: Dennis hvetur ökumenn til að gæta að sér eftir óhugnanlegt atvik á hraðbraut – Sjáðu myndina

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. maí 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daninn Dennis Bülow Pedersen er alla jafna ánægður þegar hann kemur heim í lok vinnudags og hittir börnin sín. Hann var þó ánægðari og þakklátari í gær en flesta aðra daga enda munaði minnstu að hann sæji ekki börnin sín aftur.

Eins og meðfylgjandi mynd ber með sér mátti litlu muna að álstoð færi í hann þegar hún datt af palli bifreiðar á hraðbraut skammt frá Køge. Dennis var á vinnubílnum og skyndilega sá hann stöngina koma fljúgandi á móti þegar hann ók bifreið sinni á fullri ferð.

Mjög litlu mátti muna að stöngin færi í höfuð hans þegar hún fór í gegnum framrúðu bifreiðarinnar. „Einn sentímetri til eða frá og stöngin hefði farið í gegnum mig. Ég væri dáinn,“ sagði Dennis í samtali við BT í Danmörku og bætir við að hann hafi verið sérstaklega ánægður þegar hann hitti börnin sín í lok vinnudags.

Dennis segir að hann hafi átt erfitt með að sofna í gærkvöldi og það hafi tekið hann þrjár til fjórar klukkustundir. Hvetur hann ökumenn til að gæta að sér þegar þeir flytja farm og tryggja að hann sé kyrfilega festur. „Það tekur ekki lengri tíma en tvær mínútur,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum