fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025

Segir gallaða MA-ritgerð vera vegvísi ráðherra í tónlistarskólamálum

Deildarstjóri tónlistardeildar LHÍ gagnrýnir meistararitgerð aðstoðarskólastjóra Tónlistarskólans í Reykjavík harðlega

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 5. júlí 2016 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tryggvi M. Baldvinsson, deildarforseti tónlistardeildar Listaháskóla Íslands, gerir alvarlegar athugasemdir við MA-ritgerð Freyju Gunnlaugsdóttur, klarínettuleikara og aðstoðarskólastjóra Tónlistarskólans í Reykjavík, frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, í færslu á vef LHÍ í dag.

Tryggvi segir ritgerðina vera „gallaða“ og ýmsum hlutum hennar virðist ætlað að „upphefja Tónlistarskólann í Reykjavík á kostnað LHÍ og annarra skóla.“ Tryggvi telur enn fremur að aðgerðaráætlun, sem birt er í lok ritgerðarinnar, hafi legið til grundvallar hugmyndum mennta- og menningarmálaráðherra um framtíð framhaldsnáms í tónlist.

Virðist ætlað að upphefja TR

Í athugasemd á vefsíðu LHÍ sem var birt í dag segir Tryggvi margar fullyrðingar í meistararitgerð Freyju Gunnlaugsdóttur við viðskiptafræðideild HÍ, „Framhaldsmenntun í tónlist á Íslandi: Þróun, framtíð og stefna“ sem var skilað í júní 2015, vera órökstuddar. Hann segir að í sumum tilfellum virðist umfjöllunin „nær einvörðungu byggð á huglægu mati Freyju sjálfrar, skorti á upplýsingum og jafnvel fordómum.“

Þá segir hann lýsingar Freyju á tónlistarnámi í LHÍ vera ónákvæmar, engar tilraunir virðist hafa verið gerðar til að afla nákvæmra upplýsinga um starfsemi deildarinnar, orðfærið sé oft á tíðum gildishlaðið og virðist vera til þess ætlað að upphefja Tónlistarskólann í Reykjavík á kostnað LHÍ og annarra tónlistarskóla.

Segir áætlun Illuga virðast byggða á ritgerðinni

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Í lok ritgerðarinnar birtist áætlun um þær aðgerðir sem Freyja telur æskilegt að Tónlistarskólinn ráðist í. Inniheldur hún meðal annars hugmyndir um stofnun eins framhaldsskóla í tónlist, samruna TR og tónlistarskóla FÍH, fullmótaða tónlistarbraut í samstarfi við MH og fleira sem Tryggvi segir ríma fullkomlega við þær hugmyndir sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram að undanförnu um framtíð framhaldsnáms á Íslandi.

„Það er næstum því farið nákvæmlega eftir þessari aðgerðaáætlun Freyju, meira að segja í réttri röð. Þessar hugmyndir ráðherra virðast eiga ótrúlega margt sameiginlegt með hugmyndafræði Tónlistarskólans í Reykjavík. Mér finnst þetta liggja nokkuð ljóst fyrir, en auðvitað getur þetta bara verið algjör tilviljun,“ segir Tryggvi í samtali við DV.

Hann segir að ráðherra hafi ekki á sama hátt ráðfært sig við tónlistardeild LHÍ um þessar viðamiklu breytingar á tónlistarmenntun á Íslandi. „Við höfum ekkert fengið að segja, það hefur aldrei verið hringt, sendur tölvupóstur eða við beðin um álit. Þetta er algjört sóló ráðherrans með fulltingi Tónlistarskólans í Reykjavík og FÍH,“ segir Tryggvi.

Aðeins tveir aðilar sóttust eftir því að reka Listaframhaldsskólann á sviði tónlistar, sem á að taka til starfa síðar á árinu, annars vegar sameinaður TR og FÍH og hinsvegar Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar og Tónlistarskóli Kópavogs í sameiningu. Umsóknarferlið var aðeins rétt rúmlega mánuður og hentuðu kröfurnar um reynslu væntanlegs rekstraraðila þessum aðilum vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Biðlar til ferðamanna að bæta umgengni – Sýnir myndir af ótrúlegum sóðaskap

Biðlar til ferðamanna að bæta umgengni – Sýnir myndir af ótrúlegum sóðaskap
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Szczesny gerir tveggja ára samning

Szczesny gerir tveggja ára samning
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Segir stjórnvöld hafa brugðist barnafjölskyldum – „Úr því þið eigið barn hittið þá sjö áður en þið ákveðið að skilja“

Segir stjórnvöld hafa brugðist barnafjölskyldum – „Úr því þið eigið barn hittið þá sjö áður en þið ákveðið að skilja“
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Varpa upp skýrari mynd af kaldrifjaða sveppamorðingjanum og óvæntar ásakanir berast fangelsinu

Varpa upp skýrari mynd af kaldrifjaða sveppamorðingjanum og óvæntar ásakanir berast fangelsinu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“