fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Davíð keypti áfengi í London og kom með til Íslands: Sjáðu hvað hann þurfti að borga í tollinum þegar hann kom heim

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. maí 2018 09:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér er fyrirmunað að skilja af hverju það þarf að hafa meira vit fyrir okkur en öðrum þjóðum og taka af okkur hærri skatta,“ segir Davíð Þorláksson, lögfræðingur og forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins.

Davíð var staddur í Englandi um liðna helgi, London nánar tiltekið, þar sem hann keypti sér vinsælan enskan sumarkokkteil, Pimm‘s, sem ekki er fáanlegur hér á landi. Davíð segir frá þessu í bakþönkum Fréttablaðsins í dag þar sem hann segir að honum og vinum hans finnist drykkurinn ómissandi á þessum árstíma. Þar sem áfengisverslanir ríkisins selja hann ekki ákvað hann að kaupa nokkrar flöskur og flytja til Íslands.

„Hver flaska kostaði 1.739 krónur. Ríkið leyfir mér bara að taka eina lítersflösku tollfrjálst til landsins, ef vínandi er meira en 21% af flöskunni, og því gaf ég mig fram við tollverði ríkisins á Keflavíkurflugvelli,“ segir Davíð og bætir við að tollverðir hafi innheimt skilagjald, áfengisgjald og virðisaukaskatt – alls 4.104 krónur á flösku.

„Allir sem framleiða, selja og flytja Pimm’s, og öll efnin sem fara í framleiðslu þess og flöskunnar sem það er í, taka því til sín 30% af verðmæti vörunnar á meðan íslenska ríkið, sem leggur ekkert af mörkum, tekur 70%. Í þessu tilfelli, að minnsta kosti, þjónar gjaldið heldur engum forvarnartilgangi,“ segir Davíð sem bendir á að enginn áfengissjúklingur myndi standa í því að fara til Englands og kaupa Pimm‘s. Viðkomandi þyrfti að skera niður jarðarber, gúrkur og appelsínur og merja mintulauf. Loks þyrfti að blanda öllu saman í límonaði.

„Þessi kaup eru gott dæmi um það hvernig ríkið er alltumlykjandi í lífi okkar. Það vill ráða því hvar, hvenær og hvernig almennar neysluvörur við kaupum og það vill taka af þeim 70% skatt. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju það þarf að hafa meira vit fyrir okkur en öðrum þjóðum og taka af okkur hærri skatta. Þetta verður samt vel fyrirhafnarinnar virði ef sumarið skyldi koma einhvern tímann,“ segir Davíð í pistlinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar