fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Á fimmta þúsund skora á RÚV að sniðganga Eurovision í Ísrael: „Er ekki til í partý með 21.aldar nasistum“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 15. maí 2018 11:20

Ísraelska söngkonan Netta sigraði Eurovision í ár. Keppnin fer því fram í Ísrael á næsta ári.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þúsundir Íslendinga skora á RÚV að afþakka þátttöku Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, á næsta ári. Ástæðan er að keppnin verður haldin í Ísrael og telja þeir sem skrifa undir áskorunina að það sé ekki siðferðislega verjandi að taka þátt í Eurovision á meðan Ísrael fremur mannréttindabrot. Undirskriftasöfnunin fór af stað í gær og er á vegum Árna Steingríms Sigurðssonar, sem skipar 24. sæti á lista Pírata í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum.

„Í ljósi mannréttindabrota Ísraelsríkis gagnvart palestínsku þjóðinni er ekki siðferðilega verjandi að taka þátt í glanskeppni eins og Eurovision í skugga þess ofbeldis sem Ísrael beitir nágranna sína.  Ísraelsríki hefur á undanförnum mánuðum myrt tugi einstaklinga fyrir það eitt að mótmæla ástandinu,“ segir í lýsingunni.

Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 4.500 manns skrifað undir, þar á meðal er Davíð Þór Jónsson prestur og Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi. Margir hafa skrifað ástæður fyrir undirskrift sinni á vef undirskriftasöfnunarinnar. Tala margir um frjálsa Palestínu og mótmæli við framgöngu Ísraelsmanna. Sumir fara hörðum orðum um Ísraelsmenn.

Þar á meðal Gunnar Grímsson sem segir að „almennilegt fólk djammi ekki með fjöldamorðingjum.“ „Óhæfuverk Ísraelsmanna flokkast sem þjóðarmorð. STOPP!,“ segir Ester Ásgeirsdóttir. Tala aðrir um Ísrael sem „viðbjóð“ og „landræningja“, aðrir vilja að fjármagnið sem fari í Eurovision sé betur varið annarsstaðar. Baldur Bjarman segir einfaldlega: „Ísrael má bara fokka sér.“

Heiða María Sigurðardóttir, lektor við sálfræðideild Háskóla Íslands, segir að hún skrifi undir hikandi. „Ég á ísraelska vini og samstarfsmenn. Undirskrift mín þýðir ekki að ég sé á móti Ísraelsmönnum. Það þýðir heldur ekki að Palestínumenn séu saklausir – Skot hafa komið úr báðum áttum. Ég skrifa undir því að ég er friðarsinni í hjarta mínu og ég trúi ekki að Ísraelsstjórn sé að gera rétta hluti.“

Sæþór Ágústsson talar svo um Ísraelsmenn sem 21.aldar nasista: „Hiklaust… Er ekki til í partý með 21.aldar nasistum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Í gær

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Í gær

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“