fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Stúlka varð fyrir árás annarrar stúlku í Austurstræti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 12. maí 2018 07:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laust fyrir klukkan fjögur í nótt leitaði tvítug stúlka eftir aðstoð lögreglu í Austurstræti. Önnur stúlka hafði ráðist á hana og veitt henni áverka. Vitað er hver gerandinn er.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar er einnig greint frá því að óskað hafi verið eftir lögreglu á skemmtistað í miðbænum vegna slagsmála klukkan hálfþrjú í nótt. Minniháttar áverkar voru á mönnum en sá sem verst lét var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Meint fíkniefni fundust á honum við leit á lögreglustöð.

Laust fyrir klukkan þrjú í nótt óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð lögreglu vegna ölvaðrar konu sem vildi ekki greiða fargjaldið. Við afskipti lögreglu brást hún illa við og sló og sparkaði til lögreglumanna. Hún er vistuð í fangageymslu.

 

Nokkrar tilkynningar bárust lögreglu um ofurölvi og ósjálfbjarga fólk í miðbænum. Lögreglan aðstoðaði fólk við komast í heimahús en í einu tilviki varð að vista spænskan ferðamann sem gat engan veginn sagt hvar hann gisti.

 

Klukkan hálfníu í gærkvöld var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna ónæðis og áreitis frá erlendum karlmanni. Var þetta í Kópavogi eða Breiðholti. Við afskipti lögreglu kom í ljós að hann hefur ekki landvistarleyfi og var hann því handtekinn og vistaður í fangageymslu. Mál hans verður tekið fyrir snemma í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gerð afturreka með sölubann á Cocoa Puffs og Lucky Charms – Sönnunarbyrði var lögð alfarið á söluaðila

Gerð afturreka með sölubann á Cocoa Puffs og Lucky Charms – Sönnunarbyrði var lögð alfarið á söluaðila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umfangsmikil leit í Noregi að bandarískum blaðamanni

Umfangsmikil leit í Noregi að bandarískum blaðamanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“