fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Skúli Jóa auglýsir gefins bíl á Snapchat

Auður Ösp
Fimmtudaginn 10. maí 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Jóhannsson sjómaður er með rúmlega tíu þúsund fylgjendur á Snapchat og vill nýta vinsældir sínar á samskiptamiðlinum til góðs. Á dögunum birti hann þar myndskeið þar sem hann sagðist ætla að gefa bíl til einstaklings eða fjölskyldu sem þarf á einum slíkum að halda.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Skúli lætur gott af sér leiða en DV ræddi einnig við hann í desember síðastliðnum. Skúli hafði þá óskað eftir aðstoð fyrirtækja og  einstaklinga sem vildu láta gott af sér leiða yfir hátíðirnar. Skúli er sem fyrr segir sjómaður og hefur síðastliðin ár gefið fjölskyldum, sem eiga erfitt, fisk um jólin.

„Ég ætla að gefa fimm fjölskyldum sem eiga sárt að binda um jólin glaðning. Ég er sjómaður og ætla því að flaka fisk fyrir þau. Ég hef gefið fjögurra manna fjölskyldum nóg af fiski fyrir allavega þrjár máltíðir síðustu ár. En ég hef aldrei gert þetta eins stórt og nú Ég vill fá fyrirtæki á Íslandi með mér í lið til að gefa þessum fjölskyldum eitthvað um jólin,“ sagði Skúli í desember.

Skúli snappar undir nafninu @skulijoa og er fylgjendahópur hans á miðlinum í kringum tíu þúsund manns.

„Ég hef alltaf verið bílabraskari, alveg frá því ég var krakki. Svo hef ég greinilega ekkert lagast með árunum,“ segir Skúli í samtali við DV en það er sérstakt áhugamál hjá honum að kaupa ódýra bíla sem eru á leið í brotajárn og skemma þá. Fylgjendur hans á Snapchat hafa fengið að fylgjast með.

„En síðan fór ég fá fyrirspurnir um af hverju ég væri ekki að nýta þessa bíla eitthvað og gera við þá. Í kjölfarið vaknaði þessi hugmynd að kaupa ódýran bíl og koma honum í gegnum skoðun og gefa síðan,“

segir Skúli en hann festi á dögunum kaup á árgerð 2005 af Wolswagen golf. Ýmislegt þurfti að gera fyrir bílinn, svosem að skipta um tvö framdekk og púst og koma fyrir nýjum gormum. Hann hyggst síðan fara með bílinn í skoðun næstkomandi föstudag og láta síðan taka hann í gegn á bónstöð þannig að kagginn verði tilbúinn til afhendingar á mánudag.

Hann tekur undir með því að það er svo sannarlega ekki á allra færi að kaupa bifreið í dag. Hann hvetur áhugasama til að senda sér skilaboð í gegnum Snapchat og ekki væri verra ef að viðkomandi myndi segja frá aðstæðum sínum í nokkrum línum, og hvernig bifreiðin mun nýtast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Í gær

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi