fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Sigríður Benediktsdóttir hættir störfum

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 5. júlí 2016 17:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Benediktsdóttir framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika í Seðlabanka Íslands lætur af störfum 1. október næstkomandi eftir að hafa starfað hjá bankanum í fjögur ár. Ástæðan er að henni hefur boðist starf hjá Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á vef Seðlabankans. Í háskólanum mun Sigríður sinna rannsóknum og kennslu en hún er ekki ókunn þessum virta skóla. Á árunum 2007 til 2012 var hún þar starfsmaður en með hléum á árunum 2009 til 2010. Á umræddum tíma sat hún í rannsóknarnefnd Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna árið 2008.

Sigríður tók við starfi framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika í Seðlabankanum 1. janúar 2012. Meginviðfangsefni sviðsins eru greining og mat á kerfisáhættu og fjármálastöðugleika ásamt þátttöku í mótun varúðarreglna fyrir fjármálakerfið. Hún hefur einnig setið í kerfisáhætturáði Danmerkur frá ársbyrjun 2013.

Í tilkynningu bankans segir að Sigríður hafi komið til starfa í Seðlabankanum á tíma þegar unnið var að innleiðingu nýs regluverks um fjármálastarfsemi og nýs ramma um vöku yfir áhættu í fjármálakerfinu.

Segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri að Sigríður hafi lagt mjög mikið til þessarar vinnu og þar hafi nýst mikil þekking hennar og reynsla. Starf framkvæmdastjórans verður auglýst til umsóknar innan tíðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Jarðskjálftahrina í Sundhnúksgígaröðinni – Eldgos talið yfirvofandi

Jarðskjálftahrina í Sundhnúksgígaröðinni – Eldgos talið yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku
Fréttir
Í gær

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Glans bílaþvottastöð opnar á Selfossi

Glans bílaþvottastöð opnar á Selfossi