JydskeVestkysten skýrir frá þessu í dag. Þar kemur fram að Arnar hafi verið til reynslu hjá félaginu fyrr í vor og hafi sýnt góða frammistöðu. Haft er eftir íþróttastjóra SønderjyskE, Simon Lindhardt, að liðið sé búið að semja við einn þeirra leikmanna sem voru til reynslu hjá því í vor en hann vildi þó ekki staðfesta að það væri Arnar.
JydskeVestkysten segist hafa heimildir fyrir að það sé Arnar sem er búinn að semja við liðið og leiki með því á næstu leiktíð.