fbpx
Föstudagur 01.nóvember 2024

Hvernig stjórn verður mynduð?

Orðið
Mánudaginn 2. janúar 2017 10:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

katrinbjarniOrðið á götunni er að Bjarni Benediktsson verði væntanlega forsætisráðherra á allra næstu dögum, en spurningin er: Í hvaða ríkisstjórn? Verður það svokölluð hægristjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar eða það sem kallað hefur verið þjóðleg íhaldsstjórn Vinstri grænna, framsóknar og Sjálfstæðisflokks.

Undir áramót fóru þeir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, á fund forseta og lögðu til að Bjarni Benediktsson fengi umboð til að mynda ríkisstjórn flokkanna þriggja. Athygli vekur, að forsetinn varð við beiðninni að nokkru leyti, því hann veitti Bjarna umboðið, en ef rýnt er vandlega í yfirlýsingu hans, kemur fram að það umboð er ekki bundið við ríkisstjórn með Benedikt og Óttari, heldur almennt til að mynda ríkisstjórn.

Orðið á götunni er að forseti Íslands viti eins og margir fleiri, að undanfarið hafa átt sér stað mikil samtöl milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins annars vegar og VG og framsóknar hins vegar um möguleikana í stöðunni. Framan af hefur innanflokksandstaða í VG ráðið því að ekkert hefur orðið úr samstarfi, en það hefur eitthvað breyst síðustu daga eftir að möguleikinn á hægri stjórn tók að taka á sig fullmótaðri mynd.

Sigurður Ingi JóhannssonHægri stjórnin hefði bara eins manns meirihluta, en hinn stjórnarmöguleikinn mun breiðari skírskotun og fleiri þingmenn á bak við sig.

Enn sem komið er, virðist líklegra að þeim Benedikt og Óttari takist það ætlunarverk sitt að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum, en kannski er samningsstaða þeirra ekki jafn sterk og þeir töldu áður þegar þeir töldu þetta eina möguleika Bjarna á að mynda stjórn. Munu þeir ef til vill fallast á að Framsókn verði fjórði flokkurinn í samstarfinu? Er áhugi þar á bæ fyrir áherslum slíkrar ríkisstjórnar?

Spurningin er líka: Hvaða spil er Katrín Jakobsdóttir með á hendi? Í Kryddsíldinni á gamlársdag fór ekki framhjá neinum að góð samskipti eru milli hennar og Bjarna Bendiktssonar.

En eins og stundum var sagt í Alþýðubandalaginu í gamla daga: Hvað segir Svavar Gestsson um þetta? Og dóttir hans Svandís og þeirra stuðningsfólk? Á endanum eru það væntanlega þau sem ráða því hvort VG verður áfram í stjórnarandstöðu eða ekki.

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Harðar deilur á bæjarráðsfundi í Kópavogi – „Fær engar upplýsingar fyrr en allt er komið á eindaga“

Harðar deilur á bæjarráðsfundi í Kópavogi – „Fær engar upplýsingar fyrr en allt er komið á eindaga“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Fagna því að dómari hafi hafnað „tilraun tveggja veitingastaða til að þagga niður opinbera umræðu um alvarleg brot“

Fagna því að dómari hafi hafnað „tilraun tveggja veitingastaða til að þagga niður opinbera umræðu um alvarleg brot“
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Stjörnuparið skilið eftir þriggja ára samband – Hver er ástæðan?

Stjörnuparið skilið eftir þriggja ára samband – Hver er ástæðan?
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fullyrða að Amorim verði kynntur í dag

Fullyrða að Amorim verði kynntur í dag