fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025

„Með tilheyrandi plotti“

Orðið
Mánudaginn 23. janúar 2017 11:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th Jóhannesson, sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi, nýtur mikils fylgis skv skoðanakönnunum.

Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands.

Orðið á götunni er að Benedikt Jóhannesson nýr fjármálaráðherra hafi ekki gert forseta Íslands neinn greiða með því að skýra frá einkafundi þeirra fyrir átta mánuðum á vefsíðu sinni.

Eins og Eyjan segir frá í frétt í dag, fjallar Benedikt um fyrsta ríkisráðsfund sinn á vefsvæði sínu og segir meðal annars:

„Mér varð hugsað til þess hvort maður væri ekki lentur í vitlausu leikriti. Nú sátum við þarna við endann, Guðni Th. og ég, rúmlega átta mánuðum eftir að ég spjallaði við hann og hvatti til forsetaframboðs með tilheyrandi plotti. Þá hafði hvorugur okkar nokkru sinni boðið sig fram til opinbers embættis. Svona er þetta líf skrítið.“

Guðni Th. Jóhannesson vann hug og hjörtu þjóðarinnar í kosningabaráttunni og enn frekar með framgöngu sinni fyrstu vikur og mánuðina í embætti.

Hann er hreinn og beinn, einlægur í tilsvörum og leysti ágætlega úr flókinni stöðu sem kom upp í stjórnarkreppunni að afloknum kosningum.

VigdisHauksdottir-150x150Þess vegna kemur mjög á óvart að hann hafi setið fyrir einhverjum mánuðum og plottað með formanni Viðreisnar um framboð sitt.

Því að Guðni hefur alls ekki ímynd plottarans í huga þjóðar sinnar.

Vigdís Hauksdóttir, fv. þingmaður og formaður fjárlaganefndar, deilir Eyjufréttinni á fésbók og segir:

– nú nú – Viðreisn á forsetann með húð og hári
Gott að formaðurinn kjaftaði af sér – þá getum við fylgst með lagasetningunni með gagnrýnum augum
Ég tel þessar fréttir rosalegt áfall fyrir lýðræðið í landinu – þið verðið að fyrirgefa: „með tilheyrandi plotti“

Orðið á götunni er að best væri fyrir fjármálaráðherrann og forsetann að leggja spilin sem fyrst á borðið og útskýra í hverju þetta plott fólst.

Ertu með athyglisverða ábendingu?
Sendu okkur póst á ordid@eyjan.is – fyllsta trúnaðar gætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona líta 16-liða úrslitin út

Svona líta 16-liða úrslitin út
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Lenti í miklum erfiðleikum við að skila peningum sem hann átti ekki – „Ég vona að ég lendi ekki í fangelsi fyrir allan þennan heiðarleika“

Lenti í miklum erfiðleikum við að skila peningum sem hann átti ekki – „Ég vona að ég lendi ekki í fangelsi fyrir allan þennan heiðarleika“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið